Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 16
14
Tj RVAL
margar stálverksmiðjur og rak
þær af miklum dugnaði.
Shorty spurði verksmiðjueig-
andann, hvort hann léki golf.
Hann svaraði: „Senor, ég vildi
að ég gæti gert meira að því en
ég geri. Konan mín er á ferða-
lagi um Bandaríkin með börnin,
og mig langar til að vera með
henni þar. Ég á fyrirtaks gæð-
inga, og mig langar til að fara
í útreiðartúr. En ég get ekki
leyft mér neitt af þessu, af því
að ég hefi svo mikið að gera.
Ég er 55 ára gamall og eftir
fimm ár sezt ég í helgan stein.
Að vísu sagði ég þetta sama fyr-
ir fimm árum, en ég gerði ekki
ráð fyrir slíkum vexti í fyrir-
tækjunum. Við erum að reisa
nýja verksmiðju; við framleið-
um meira stál en dæmi eru til
áður í Suður-Ameríku. Ég get
ekki eytt stund úr degi til þess
að leika golf. Sendisveinn
minn hefir meira frí en ég.“
,,Senor,“ sagði ég, „vitið þér,
hvers vegna ég er kominn til
Suður-Amerí ku ? ‘ ‘
„Ef til vill hafið þér ekki ver-
ið mjög önnum kafinn og hafið
haft nægan tíma og peninga til
ferðarinnar."
„Nei“, svaraði ég, „ég hafði
mikið að gera og hafði hvorki
tíma né mikla peninga. Við er-
um staddir hér vegna þess, að
stúlka, sem ég þekkti ekki, leit
á koparskjöld á kínverskum
vegg í borginni Peking í Mið-
Kína.“
Ég sagði honum sögima.
Hann lét mig endurtaka spak-
mælið: „Njóttu lífsins, það er
áliðnara en þú heldur.“ Það sem
eftir var dagsins, virtist hann
vera dálítið hugsandi.
Þegar ég hitti hann næsta
morgun, sagði hann: „Ég hefi
ekki sofið vel í nótt. Það er
skrítið, að þessi litla viðkynning
okkar skuli megna að breyta lífi
sístarfandi manns. Ég hefi
hugsað málið vel síðan við skild-
um í gærkvöldi. Ég hefi símað
konu minni, að ég muni koma
til hennar.“
Hann lagði höndina á öxl mér.
„Það hefir verið langur fingur,“
sagði hann, „sem skrifaði þessi
orð á vegginn í Kína.“
Menn gerast nú langlífari en
áður, en þó eru örlög hvers ein-
staklings enn sem fyrr mjög
tvísýnt tafl. Bezta fólkið á með-
al okkar hefir lifað að miklu
leyti fyrir aðra. Nú virðist vera
kominn tími til að minna þetta
fólk á, að það mun verða lang-
lífara og hafa meiri ánægju af