Úrval - 01.04.1947, Side 65

Úrval - 01.04.1947, Side 65
FAÐIR MINN SKAUT HELGAN TARF 63 þyrfti ekki að gera grein fyrir neinum helgispjöllum. En í þetta sinn brást frum- skógurinn alveg. Dag einn stangaði tarfurinn ofboðslega tvo uxa, sem bundnir voru við tré og gátu enga björg sér veitt. Sækja þurfti lögreglumann, múhammeðstrúar, til þess að stytta þeim aldur, því að enginn Hindúi vogaði að binda endi á þjáningar þeirra. Nokkrum dög- um seinna fékk hinn helgi tarf- ur annað æðiskast og stangaði vatnavísund í hel. Vísundurinn drapst samstundis, vagninn, sem hann dró, valt um koll, og gamli maðurinn, sem í vagninum ólc, varð að leita hælis upp í tré. Það var á þjóðveginum ná- lægt húsi okkar, að æði nauts- ins náði hámarki sínu. I mistr- inu snemma morguns réðist það á uxavagn, er í voru bóndi og kona hans. Þau reyndu að fæla hann í burt, en hann stangaði annan uxann í hel eins og ekk- ert væri. Þegar hann réðist á hinn, var vagninn hálfur út af veginum og bóndinn og kona hans veifuðu prikum og hróp- uðu hástöfum. Athygli tarfs- ins beindist frá fórnarlambinu. Hann hvarf frá uxanum og réð- ist á manneskjurnar. Áður en lauk, lágu bóndinn og kona hans niðurtroðin og sundur- kramin hjá vagninum. Uxinn, sem eftir lifði braust um og reyndi að losa sig. En þá var tarfurinn horfinn. Prestar Mahadeomusterisins, sem sögðu pabba þessa sögu, fullyrtu að sökin lægi hjá djöfl- unum, sem færthöfðuhungur og drepsóttir yfir Indland. Hvernig í ósköpunum gæti einn einasti helgur tarfur staðizt aðsókn svo margra djöfla? Vildi ekki Padre Sahib vera svo vænn að skjóta nautið og leysa það úr álögum hinna illu anda, úr því að verknaðurinn væri ekki synd í hans augum? Jú, Padre Sahib var til í það, og aðförin var skipulögð tafar- laust. Enda þótt Jowaro gæti ekki tekið þátt í leiknum, slóst ég í förina. Nærri því allir þorpsbúar að- stoðuðu við leitina, og við fund- um tarfinn á torginu. Faðir minn komst nálægt honum, en ómögulegt var að koma við byssu, svo að víst væri, að slys hlytist ekki af. Mannf jöldinn og hávaðinn gerði tarfinn óróleg- an, og hann sneri sér við, fnas- aði, krafsaði með framlöppun- um og bjóst til undanhalds. Um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.