Úrval - 01.04.1947, Page 95

Úrval - 01.04.1947, Page 95
MÁLGEFNA KONAN 1 LANDSDOWNE-TRÖÐINNX 93 inni, sem hafði verið sett upp yfir nóttina milli hinna háu veggja, og hvað fólkinu virtist gaman að hugsa sér það, að ef til vill ætlaði markgreifafrúin af Lansdowne að ganga yfirum og heimsækja hertogann af Devonshire þann dag. En ekk- ert slíkt gerist nú á dögum, því að Devonshirehöllin stendur auð og bíður örlaga sinna, og Lansdownehöllina leigir tiginn útlendingur. En það er ennþá einhver lénstímabragur yfir Lansdownetröðinni, því gatan er einkaeign, og einn dag á hverju ári sendir lávarðurinn af Lansdowne menn sína til að loka og setja slár fyrir dyrnar í endum traðarinnar. En það hefir hann rétt til að gera, því að eina aðferðin, sem maður hef- ir til að sýna, að einhver tröð sé hans tröð, er sú, að loka henni fyrir öllum öðrum einn dag á hverju ári; daginn getur hann valið eftir geðþótta. Um Lans- downe-tröðina getur hinn fót- gangandi maður (eðatveirmenn, sem ganga samhliða, því það verður ekki á allt kosið) gengið 364 daga á ári beina leið frá Curzonstræti til Berkelystrætis, og þannig sparað sér feikna krók með því að ganga hringinn eftir Piccadilly eða Berkely- torgi. Einnig verður að minnast á gamlan mann, sem 364 daga á ári gengur um tröðina með sófl, eða hallar stundum sóflinum upp að veggnum og sezt niður á endann á mjóum trékassa, sem hann flytur með sér á hverjum morgni í því skyni. En hann hefir reyndar ekki sérlega mikinn tíma til að sitja á kass- anum sínum, því að allt haust- ið sópar hann.burtu laufunum, til allrar hamingju árangurs- laust, og á öllum öðrum tímum ársins missir maður ekki svo pappírsmiða, appelsínuhýði eða sígarettustubb, að hann sópi því ekki í burtu tafarlaust. Og allan ársins hring heilsar hann vingjarnlega þeim, sem framhjá fara. Jæja, nótt eina í maí, ári eftir að sagt var að friður væri kom- inn á í heiminum, bar svo til, að George Tarlyon þurfti að ganga í vesturátt frá Dover- stræti. Hann gekk niður Hay Hill og niður ganginn frá Berkelystræti inn í Lansdowne- tröð. Þetta var mjög seint, nótt- in þægilega dimm og svöl, og þögn sofandi borgar var að- eins rofin af hinum skörpu hljóðum næturinnar. Fótatak
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.