Úrval - 01.04.1947, Síða 24

Úrval - 01.04.1947, Síða 24
Dýr geta líka verið slysin. Slysfarir í dýraríkinu. Grein úr „Britannia & Eve“, eftir Frank W. Lane. J^IGI ósjaldan bíða villt dýr og fuglar bana af slysförum. Vafalaust valda sjúkdómar, kúl- ur og snörur veiðimannanna, og umfram allt árásir ránfugla og rándýra flestum dauðsföllum innan dýraríkisins, en slys eiga þar líka sinn stóra þátt. Slys af því tæi henda tíðum við fæðuöflun. Fyrir kemur, að fuglar klófesta bráð, sem ráð- legra hefði verið að láta óáreitta. Fálkar gerast stundum svo djarfir, að hremma hreysi- ketti. En meðan lífsvottur leyn- ist með marðarkrílinu, má hann eiga sér ills von. Jafnvel hátt í lofti getur hreysikötturinn sætt lagi og skellt hárbeittum vígtönnunum í skrokk óvinar síns, enda þótt fálkinn hafi læst í hann oddhvössum klónum. Állinn getur einnig verið fugl um viðsjáll viðureignar. Dæmi þekki ég um hegra, sem hugð- ist gleypa miðlungsál eins og hann lagði sig. En áður en hann fengi komið honum öllum nið- ur, vafðist sporður fisksins um hinn langa háls hegrans og braut hann. Það varð líka einu sinni gulönd að bana, að hún ætlaði að svelgja álsseiði, sem þó var aðeins hálfur þriðji þumlungur á lengd. En svo fór, að sporður seiðisins festist í annarri nös fuglsins, en fram- parturinn lafði niður í kok hans og — síðan ekki söguna meir. Hafsúlunni getur stundum orðið hált á því að stinga sér úr háalofti eftir veiði. Á síðustu stundu getur komið babb í bátinn. Súla, sem hafði stungið sér til kafs, rak nefið í gegnum teistu, er flogið hafði í veg fyrir hana. Súlan fannst seinna rekin á f jöru, með teist- una eins og kraga um hálsinn. Fyrir kemur, að súlan ganar upp í opið ginið á fiski. Einu sinni var súla að kafa eftir geir- fiski, en svo illa vildi til, að hinn hvassi efri skoltur fisks ins gekk skáhallt upp í auga súlunnar og braut heilakúpuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.