Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 10
8
hann hana fram, nr hann varð eini
foringi andspyrnuhreyfingar, seni
barðist fyrir frelsun lands síns —
löngu áður en Bandamenn komu,
til þéss að reka nazista á brott. Að
sjálfsögðu gerðist hann sjálfur ó-
umdeildur stjórnandi Júgóslavíu
— fyrsti opinberi titill hans var
„stjórnarforseti Júgóslavneska
Ríkjasambandsins“ („Minister
President of the Yugoslav Feder-
ation“). I9(i3 var hann kosinn for-
seti Júgóslavíu ævilangt.
Þótt hann væri nú kominn i háa
stöðu og væri meðlimur í Komin-
tern (samband kommúnistaríkj-
anna, sem síðar var breytt í Kom-
inform), dró það að engu leyti úr
þeirri afstöðu hans, að vcra öllum
óháður. í stjórnmálastefnu sinni
slakaði hann á engan hátt til, þrátt
fyrir vaxandi aldur. í einkalífi hans
var eins og ný sól væri komin á
loft, er fyrri kona hans, rússnesk,
var dáin, og liann hafði gengið að
ciga seinni konu sína, Jovanca
Budislavevic, framúrskarandi að-
laðandi júgóslavneska stúlku, sem
hafði tekið þátt i andspyrnuhreyf-
ingunni ásamt honum, og hefur
síðan verið glæsilegur förunautur
marskálksins í alþjóðlegum sam-
skiptum.
Þáu hafa komið sér upp glæsi-
legum heimilum — eina tylft alls
— fremur yfirlætislausum, en þó
unadntekningarlaust með blóm
skrýddum görðum og' einkadýra-
garði, þar sem Tító marskálkur
hefur sin ástkæru dýr, útlenda
fugla, sem cru gjafir frá erlendum
stórmennum, villt dýr og sjaldgæf-
ÚRVAL
ar tegundir frá mörgum heimshlut-
um.
Á eyjunni Brioni er uppáhalds-
sumarbústaður Títós (með ágætum
vínkjallara — hann er öflugur á-
róðursmaður fyrir gæðum júgó-
slavneskra vintegunda), hæli, sem
aðeins útvöldum gestum er leyfður
aðgangur að, og þar hefur hann
einnig' skemmtibát til að sigla á
Adríahafinu, að ógleymdum veiði-
byssum hans — hann er fyrsta
flokks skytta.
En sá tími var enn ekki kom-
inn, að hann gæti notið slíkrar
heimilishamingju áhyggjulaus. Brátt
dró upp ský á stjórnmálahimin
Júgóslavíu Títós og stjórnmála-
stormar dundu yfir. Stalin herti
takið —- ekki aðeins á Sovét-Rúss-
landi, sem hann herjaði með
hreinsunum, yfirheyrzlum, morð-
um og útlegð, heldur einnig á þeim
löndum, sem vissulega gátu ekki
talizt annað en sovézkir taglhnýt-
ingar. T Ungverjalandi, Tjekkó-
slóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu fór
ógnarstefna Stalins yfir landið og
herjaði i röðum æðstu manna
kommúnista. Jafnvel fyrir liin
minnstu frávik í skoðunum var
hegnt — með dauða.
Frá Kreml beitti Stalin persónu-
legum völdum sínum, ekki aðeins
út yl'ir landamærin, lieldur tróð
hann einnig stjórnmála og hag-
fræðikenningum sínum upp á hjá-
lendur sínar, og' skipaði þeim fyrir
um, hvers konar þjóðfélagsskipan
hvert þeirra um sig skyldi koma
á hjá sér. Tító var ekki sá maður,
sem beygði sig fyrir slíkum fyrir-
skipunum þegjandi og hljóðalaust