Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 33
LÍF ÁN IiENNAR
31
lagðir inn i banka og fengju að vera
þar kyrrir. Debby gat nú leikið á
píanó, vegna þess að Janet þvertók
fyrir það að leyfa henni að hætta
í timum, eftir að ég hafði talið hana
á að leyfa báðum hinum börnunum
að hætta.
Og minningarnar streymdu fram
í huga mér, minningar um flutn-
ingadaga, þegar hún hafði unnið
tímunum saman með flutninga-
verkamönnunum og snúið sér svo
að því með leifturhraða að útbúa
kvöldmatinn, þótt allt væri á rúi
og stúi, vegna þess að fjölskyldan
bjóst við slíku sem sjálfsögðum
hlut.
Ég minntist kvöldsins, þegar við
sátum hljóðlát saman í rökkrinu
og hún sagði við mig: „Hvers
vegna hættirðu ekki i vinnunni?“
Ég varð að þvinga sjálfan mig til
þess að halda áfram starfi mínu,
án þess að nokkur vissi það — að
þvi að ég hélt, vinnu, sem mér
féll alls ekki við, en átti ekki heit-
ari ósk en þá að reyna að hafa
ofan af fyrir mér með ritstörfum.
Hún vissi um þetta, og hún gerði
inér auðvelt að taka þessa ákvörð-
un, einmitt á því augnabliki, þegar
flestu kvenfólki hefði þótt það ó-
hugsandi að kasta frá sér föstum
vikulaunum.
Janet hafði aðeins lokið gagn-
fræðaskólaprófi, en hún var miklu
betur menntuð en flestir stúdent-
ar, vegna þess að lestrarfýsn henn-
ar og forvitni var óseðjandi. Það
var Janet, sem gat sjálf hrist höfuð-
ið yfir því, er tilfinningarnar
hlupu með hana í gönur og vegið
og metið eigin gerðir af fullkomn-
um heiðarleika, þannig að allt sner-
ist á betri veg að lokum. Það var
Janet, sem gat barizt sem ljón, þeg-
ar henni fannst einhver kunningi
eða vinur verða fyrir slæmri með-
ferð á einhvern hátt.
Og siðasta spölinn til sjúkra-
hússins sagði ég við sjálfan mig,
að það vær óhugsandi, að samvist-
ir okkar væru á enda. Við áttum
enn of mörg góð ár eftir með börn-
um okkar til þess, að slíkt væri
hugsanlegt. Við áttum eftir að fara
í svo margar ferðir, sem við höfð-
um skipulagt, en ekki komizt i enn
þá. Kannske myndi ég einhvern
tíma hefja þetta kennarastarf, sem
ég hafði lengi verið að hugsa um.
Allt þetta, sem við áttum eftir ó-
gert, var hluti af sjálfu lífinu —
ekki dauðanum. Það var nauðsyn-
legt að deila þessu með einhverj-
um, til þess að það fengi eitthvert
inntak, eitthvert markmið.
1 sjúkrahúsinu sagði konan á
skrifstofunni við mig: „Þér skuluð
fara í slysavarðstofuna. Farið nið-
ur þennan gang, alveg út á enda
og snúið svo til hægri.“
Við enda gangsins voru stórar
glerhurðir, sem lágu að breiðu
anddyri. Orðið „Slysavarðstofa"
var málað á hvíta veggina ógnvæn-
lega rauðum stöfum. Þarna var um
hálf tylft hurða. Fyrir innan næst
fyrstu hurðina gat ég rétt aðeins
komið auga á endann á skoðunar-
borði og fætur, sem klæddir voru
brúnum síðbuxum. Janet hafði
einmitt verið i brúnum siðbuxum,
þegar hún fór að heiman. Ég lok-
aði snöggvast augunum, dró djúpt
að mér andann og gekk inn.