Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 54
52
TJRVAL
dregnir eru yfir höfuðið. Sá, sem
rændur er, segir ef til vill, að mað-
inn, sem brauzt inn í hús hans, hafi
verið með lítið höfuð í samanhurði
við vöxt og hæð, mjótt, hátt nef
og mjóa, oddmyndada höku, en
sltrokkurinn hafi falið allt ann-
að í útliti mannsins eða afmyndað
það. Slíkar upplýsingar myndu
Iögreglumenn, sem þjálfaðir eru í
notkun ,,Identi-Kit“, álíta benda til
þess, að maðurinn hafi haft þunnar
varir, ljóst hár (þvi að svart hár
myndi sjást í gegnum sokkinn),
lágt enni og litil augu. Bunga und-
ir sokknum gæti gefið til kynna
mikinn hárvöxt eða barta.
Notkun „Identi-Kit“-kassans hófst
erlendis, þegar Pitchess lögreglu-
stjóri hélt fyrirlestur um hann fyrir
hóp færustu leynilögreglumanna
Englands og sýndi, hvernig hann
væri notaður. Þá hófu starfsmenn
Scotland Yard brátt að nota hann.
Fyrst var skipulagður námsflokk-
ur. Og einn þeirra, sem þátt tóku
í námskeiðinu, upplýsti bráðlega
alræmt morðmál á einum degi með
hjálp þessa tækis. R. L. Jaclcson,
yfirmaður glæparannsóknádeildar
Scotland Yard, er einnig formaður
alþjóðalögreglunnar Interpol, og
fregnir af þessu undratæki Mc-
Donalds hárust brátt til starfs-
manna alþjóðalögreglunnar. Og
enn eykst hróður „Identi-Kit“-kass-
ans litla.
Townsend Company leigir „Id-
enti-Kit“-kassann aðeins lögreglu-
stöðvum og öðrum lögregluyfir-
völdum. Einn lögreglustjóri hefur
gefið litla, brúna kassanum þessa
einkunn: „Hann er stórkostlegasta
hjálpartækið, sem okkur hefur
borizt, síðan fingrafarakerfið var
fundið upp.“
XXX
Skiðakennarinn við klaufskan nemanda: „Þér virðizt eiga erfitt með
að læra þetta, hr. Smedley. Sko, nú hafið þér t. d. brotið skiði í staðinn
fyrir fót.“ Lichty
Reið húsmóðir við yfirmann afborganadeildar raftækjaverzlunarinnar:
„En það voru einmitt þið hérna í búðinni, sem sögðuð, að afborganirnar
myndu verða auðveldar!" Brad Anderson
Örmagna tannlæknir við móður lítils drengs: „Já, tvær fyllingar.
Látið hann ekki bíta i neinn í a. m. k. einn klukkutíma.
Eick Turner
Flutningaverkamaður lítur óviss á utanáskrift á stórum kassa:
„GEFIÐ ÞVl MAT OG VATN EN OPNIÐ EKKI FYRR EN Á JÓLUM."
Mace