Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 87
INDÆLI LIÐÞJÁLFINN
85
í 2. hersveitinni og hefði því jafn-
mikinn rétt til þess og aðrir her-
menn að klífa tind Chukasfjalls.
„Og ég læt ekki skilja mig eftir hjá
burðarklárnum!“ sagði hún að lok-
um reiðilega.
Jovitch varð ofsareiður. Fjallið
var meira en 5.000 fet á hæð, og
þeir yrðu að klífa það með eins
miklum hraða og mögulegt yrði,
ef þeim ætti að takast að verða á
undan Búlgörum upp á tindinn.
Það myndi aðeins hindra för
þeirra, ef kvenmaður væri með í
föfinni.
Nú kallaði einn af yngri liðs-
foringjunum Jovitch afsiðis. Það
var ungur, kinnfiskasoginn maður,
Akeska Vukoye að nafni. Hann tók
það fram, að Flora væri gestur
ofurstans, og því gætu þcir ekki
sýnt henni ókurteisi og ruddaskap.
Hann talaði rólega og reiðilaust.
Jovitch varð að brjóta odd af of-
læti sínu og kinka kolli þessu til
samþykkis, j)ótt honum væri það
þvert um geð. Svo sneri hann sér
snögglega að hermanni, sem var
í deild Vukoye.
„Miladin liðþjálfi,“ sagði hann,
„enska konan ætlar með okkur
upp á fjallstindinn. Þér lítið eftir
henni.“
Hann hafði valið góðan mann til
þessa starfs. Miladin liðþjálfi var
6 fet og fjórir þumlungar á hæð,
sterkur og þolinn. Er Flora hóf
fjallgönguna og klöngraðist ýfir
kletta og klungur, sá hann svo um,
að hún væri aldrei nema nokkrum
metrum frá honum. Stundum þegar
hún var komin upp á einhverja
syllu og brattinn fram undan var
slíkur, að hún komst ekki upp af
eigin rammleik, birtist hann uppi
yfir henni, brosti vingjarnlega til
hennar og teygði sig niður til þess
að toga hana upp. Hann kippti
henni upp, og hún sveif í loftinu
og lenti svo mjúklega við hliðina
á honum.
Liðsflokkurinn stanzaði oft til
þess að hvíla sig, en aðeins stutta
stund í einu. Þá rabbaði Vukoye
liðsforingi við Floru um yfirmann
flokksins. Jovitch liðsforingi hafði
særzt fyrir skömmu. Hann hafði
slæmt sár á bringunni. Það var illa
gróið. Og svo var hann með byssu-
lailu í síðunni, og hafði læknirinn
ekki getað fjarlægt liana. Þetta olli
því, að hann var stundum dálítið
óþolinmóður og hranalegur, allt að
því ruddalegur. Skildi ungfrú Sand-
es nú ástæðuna fyrir þeirri fram-
komu?
Flora skildi margt i fari Jovitch
áður en þessari fjallgöngu lauk.
Vukoye lagði áherzlu á það, að 4.
liðsflokkurinn væri ekki neinn
venjulegur liðsflokkur. Allir menn
flokksins, 220 að tölu, voru tengd-
ir sömu hollustuböndunum, og
þessa kennd mátti rekja beint til
foringjans. Þeir hefðu allir verið
reiðubúnir að leggja lífið í sölurn-
ar fyrir Janachco Jovitch.
Klukkan 4 siðdegis koinu þeir
upp á hæsta fjallshrygginn. Sér
til mikils léttis komust þeir að því,
að þeir höfðu unnið kapphlaupið.
Þarna voru engin merki um varð-
menn óvinanna. Slegið var upp
bráðabirgðatjöldum, og eftir að
hafa borðað dálítið af brauði og
osti, sofnaði Flora fljótlega.