Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 95

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 95
INDÆLI LIÐÞJÁLFINN 93 arnir sendu liana til aðalbækistöðva Serba, og serbnesku embættismenn- irnir sendu liana til franskra yfir- valda, sem réðu mestöllum matar- birgðum eyjarinnar. En óliðlegi, hrokafulli ofurstinn franski, sem Flora náði tali af, talaði bara kulda- lega um nauðsynleg opinber leyfi og vísaði henni á dyr. Það var komin hellirigning, og hún var sem liundur af sundi, er Iiún kom aftur til Bretana. Þeir sýndu henni samúð, en voru ekkert hjálplegri cn fyrr um daginn. „Yæri ég i yðar sporum, færi ég strax aftur til Frakkanna,“ sagði vingjarnlegur, ungur liðsforingi við hana. „Þegar öllu er á botninn hvolft, eruð þér nú kona!“ Það var næstum komið myrkur, þegar Flora barði aftur að dyrum hjá frönsku sendinefndinni. Og skömmu síðar stóð hún aftur frammi fyrir franska ofurstanum. Sú staðreynd, að serbneskur undir- foringi af allra lægstu gráðu, já, og þar að auki hinn furðulegasti enski kvenmaður, gerðist svo ó- svífinn að ónáða hann tvisvar sama daginn vegna matarúthlutunar, sem ekkert opinbert leyfi var fyrir, gerði hinum virðulega ofursta held- ur en ekki gramt í geði. „Hef ég ekki gert yður það nægi- lega skiljanlegt....“ hóf hann máls. Flora dró andann mjög djúpt og sprakk síðan í loft upp. Titrandi röddu skýrði hún lionum frá öllu því, sem Serbarnir hefðu orðið að þola undanfarnar vikur, hungur, sjúkdóma og örmögnun. Nú höfðu þeir búizt við því að hafa komizt í heila höfn, en þá urðu þeir að horfast i augu við hungurdauðann í þess stað. Hún hrópaði síðustu setningarnar. Skyndilega spruttu fram tár í augum hennar, og rugluðu hana alveg í ríminu. Hún deplaði aug- unum ótt og reyndi að stöðva þau, en þau héldu áfram að renna nið- ur kinnar henni. Og hún fann til djúprar auðmýkingar, þegar hún tók að gráta ofsalega. Þetta var meira en gamli ofurst- inn gat staðizt. Hermennskustirfni hans vék undan ásókn hans franska hjarta. Hann lagði handlegginn föðurlega yfir axlir Floru og bauð henni stóra, hvíta vasaklútinn sinn. Og á meðan hún snýtti sér hraust- lega, sendi hann eftir kaffi og konjaki. „Það er aðdáunarvert, að þér skuluð láta yður svo annt um liðs- flokkinn yðar,“ sagði hann blíðlega. „Ég skal skrifa undir fyrirskipun um afhendingu matvæla, sem þér getið fengið strax lijá birgða- skemmunni. Þurfið þér ekki að fá lánaðan vörubíl til þess að flytja matvælin?" Og siðla nætur kom Flora akandi inn í tjaldbúðir Serbanna með full- an vörubíl af brauðum, dósum með niðursoðnu nautakjöti og stóra vin- tunnu. Og næsta dag komst 4. liðs- flokkurinn að raun um, að honum hafði verið bætt á matvælaúthlut- unarlistann. BARÁTTAN GEGN SKRIF- FINNSKUNNI Þetta var upphafið af óaflátan- legri sókn Floru gegn sameigin- legum öflum vanmáttka stjórnar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.