Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
að goggur þessara fugla er svo stutt-
ur, að foreldrarnir geta ekki matað
ungana sina. Slíkt starf verða
venjulegar dúfur að annast, sem
látnar eru gerast fósturforeldrar
unganna.
Dansmýs voru mjög vinsælar fyr-
ir nokkrum áratugum. Þær eru
með galla í innri göngum eyrans,
hafa misst allt jafnvægisskyn og
lilaupa stöðugt í liring. Önnur van-
sköpuð músategund, sem einnig
var vinsæl fyrir nokkru, er söng-
músin, sem teygir upp hausinn og
kveinar stöðugt.
Mikið afrek á þessu tilrauna-
sviði er Yokohamahaninn, sem
ræktaður hefur verið i Japan i
2500 ár. Hann litur út eins og venju-
legur hani, nema hvað stél hans er
ofboðslega langt. Það nær allt að
30 feta lengd. Þessi skrautlega hana-
tegund lifir ekki neinu sældarlífi.
Hann verður að híma á priki efst
i háu, ílöngu búri sínu til þess að
vernda sitt skrautlega stél. Hann
er tekinn niður af prikinu einu
sinni á dag og' látinn spigspora eft-
ir tandurhreinu gólfi, en á meðan
lialda gæzlnmennirnir uppi stélinu
líkt og brúðarslóða!
í svipuðum flokki vanskapninga
eru kindur með afboðsleg'a feita
dindla, sem ræktaðar eru sums
staðar í Ansturlöndum.
í Miðausturlöndum má stundum
sjá slíka kind rekna eftir veginum
með sinn ofboðslega dindil hvil-
andi á fjórmn hjólum. Þessi risa-
dindill er ekki ætlaður til skrauts
lieldur er hann álitinn hið ljúf-
fengasta lostæti.
Nashyrningarottur eru ræktaðar
í Alsír. Vanskapnaður þeirra er
framkallaður á þann hátt, að end-
inn er sniðinn af hala venjulegrar
rottu og græddur á nef henni, og
þar vex hann sem lítið liorn.
Síamstvíburar fæðast einnig
stundum manna meðal. Stundum
þroskast annar á kostnað hins.
Frægir voru slíkir kínverskir tvi-
burar á síðustu öld. Annar var i
eðlilegri stærð, en við bringubein
hans var fastur örlítill maður. Eitt
sinn fæddist einnig vanskapað barn
í Bengal, og það með lítið aukahöf-
uð. Var hvirfill þessa aukahöfuðs
festur við hvirfil hins, en auka-
höfuðið hafði engan sérstakan lík-
ama. Fólk, sem þjáist af „húðsulli“,
reynist stundum bera i sér örlítinn
tvíbura, sem er inniluktur í húð-
poka í likama þess.
Liffræðingar geta framkallað
Síamstvibura að vild hjá froskum
og vissum eðlutegundum. Þeir gera
það með því að stinga fínum hárum
í gegnum eggin, og skipta þau næst-
um alveg hinu frjóvgaða eggi og
framkalla vanskapning með tveim
hausum. Froskungar með einu
auga hafa verið framkallaðir með
þvi að sprauta lithiumklóri í egg-
in.
í annarri enn furðulegri tilraun
tókst líffræðingi einum að skipta
um höfuð á tveim mismunandi teg-
undum af vatnabjöllum. Og van-
skapningar þessir hegðuðu sér í
hvivetna samkvæmt lífsvenjum
hinnar tegundarinnar, þ. e. þeirrar,
sem hið nýja höfuð var fulltrúi
fyrir, en gagnstætt venjum sinnar
eigin tegundar!