Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 25
FALL ÁN FALLHLÍFAR
23
inn okkar.“ Fimmtán árum síðar
ræddu þeir Pyle og Eaker þennan
atburð yfir kvöldverði og vindlum
suður á Ítalíu. Þá var Eaker orðinn
frægur hershöfðingi og Pyle fræg-
asti fréttaritari á vígvöllum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Það var þeg-
ar Bandamenn sóttu norður eftir
Ítalíu.
Svo einkennilega vildi til, að
nokkrum dögum eftir að þeir Eak-
er og Pyle hittust aftur suður á
Ítalíu, gerðist svipaður atburður
eigi langt frá þeim. Jim Raley lið-
þjálfi lifði af 19.000 feta fall í lok-
aðri fallhlíf, en það er 19 sinnum
hæð Empire Statebyggingarinnar í
New York, hæstu byggingar heims.
Hann lifði fallið ekki aðeins af,
heldur ferðaðist hann síðan fót
gangandi í 12 vikur um ítölsku
fjötlin, þangað til hann náði til
víglínu bandamanna.
Raley var skotliði í orrustuflug-
vél af gerðinni B-17, sem rakst á
Fljúgandi virki yfir Norður-Ítalíu
árið 1944. Á milli hans og hinna
mannanna í flugvélinni var hurð,
sem eigi var hægt að opna. Raley
svaraði kalli loftsiglingafræðings-
ins viðvíkjandi súrefni og heyrði
hann segja, að flugvélin væri i
19000 feta liæð.
Skyndilega fann hann ofsalegan
kipp. Flugvélin virtist stöðvast og
leika á reiðiskjálfi. Raley heyrði
hljóð, sem líktist því, þegar eitt-
hvað rifnar, og skotfærahylki
hrundu ofan á hann í stríðum
straumum. Hann lá á maganum
og gat sig hvergi hreyft. Hann var
skorðaður þarna í afturhluta flug-
vélarinnar. Síðan fann hann, að
hún tók að snúast sem snælda
hraðar og hraðar. Hann gat séð
bláa, græna og brúna flekki þjóta
framhjá augum sínum. í fyrstu
hrapaði flugvélin með jöfnum
hraða beint niður. Raley gafst jafn-
vel tími til þess að hugsa um það,
að nú dæi hann bráðum. Hann
baðst fyrir í miklum flýti. Nú gat
hann fundið hinn ofsalega fall-
hraða flugvélarinnar, en samt
fannst honum það taka langan tíma
að hrapa til jarðar. Síðan varð
fallið ójafnara og ofsalegra.
Hann heyrði hljóð, sem líktist
einna helzt skvampi. Svo varð allt
lsyrrt og hljótt, ekkert hreyfðist,
og ekkert hljóð heyrðist lengur.
Flugvélin féll ekki lengur, hann
fann ekki lengur til neins loft-
straums og eigi heldur lengur til
óttans. „Ég hélt, að ég væri dauð-
ur,“ sagði Raley síðar, er hann
lýsti þessu augnabliki. Ég missti
ekki meðvitund, en augu mín voru
lokuð í nokkrar sekúndur. Og þeg-
ar ég opnaði þau aftur, sá ég græn-
an gróður umhverfis mig.“
Afturhiuti flugvélarinnar hafði
hrapað niður í greniskóg, sem hafði
tekið af versta fallið. Þegar Raley
opnaði augun, byrjaði hann strax
að brjótast um til þess að reyna
að losa sig. Flugmannabúningur-
inn lians var nú orðinn eins þung-
ur og brynja riddara. Og nú varð
hann gripinn ofsalegum ótta. Hann
var hræddur um ,að það myndi
kvikna i flugvélinni. Að lokum
tókst honum að losa sig. Hann greip
þrjá súkkulaðipakka og skóna sína
og stefndi á hurðina.
Þegar hann opnaði hana, gapti