Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
ég að hann hafi haldið reiði sinni
nama í nokkrar sekúndur. Svo
færðist bros yfir andlit hans og
öllu var gleymt. Aldrei erfði hann
neitt við há pilta, sem af ung-
gæðingshætti höfðu gert eitthvað,
sem honum var á móti skapi. Ég
held næstum þvi, að hann hafi
stundum viljað biðja þá fyrirgefn-
ingar, eftir að hann hafði veitt
þeim ákúrur.
Jóhannes Sigfússon var guðfræð-
ingur að menntun, en aldrei tók
hann vígslur. Hefir hugur hans
heinzt meir að fræðslumálum, enda
varð það ævistarf hans, að miðla
fróðleik og lífsspeki. Eins og að
líkum lætur, lagði hann mikla á-
herzlu á kennslu í trúfræði, en
hana kenndi hann í öllum bekkj-
um. Ég hygg að Jóhannes hafi verið
einlægur trúmaður á Iútherska
vísu, eins og hún getur bezt ver-
ið. Hann var samt skilningsgóður
á skoðanir j^eirra, sem ekki þræddu
sömu götur í trúfræði og hann. í
trúfræðinni lét hann sér ekki
nægja einhliða frásögn kennslubók-
arinnar, heldur hvatti okkur til þess
að leita vitneskju um önnur trú-
arbrögð og þá fyrst og fremst í
trúarbókum þeirra.'Þetta varð með-
al annars til þess, að ég tók að lesa
Kóraninn, trúarbók Islams. Ég
komst fljótt að þeirri niðurstöðu,
að ekki var allt satt og rétt, sem
kristnar trúarbækur hermdu um
þá merku bók. — í 5. bekk fól
Jóhannes okkur Brynleifi Tobías-
syni, sem var maður lærður vel
og gáfaður, að hefja umræður um
rómversk-kaþólsku kirkjuna og
hina lúthersku. Kom það í minn
hlut, að flytja mál Páfakirkjunnar.
Ég fékk að láni kaþólskar bækur
hjá séra Servaes, sem þá var prest-
ur í Landakoti, hinn ágætasti mað
ur. Skyldi ég flytja málið frá
sjónarmiði kaþólskra og notfæra
mér rök þeirra. Umræður um þetta
fóru svo fram í þrem kennslustund-
um. Jóhannes greip oft fram í og
leiðrétti orðfæri, einkum mitt,
enda var ég yngri (9 árum) og ó-
þroskaðri en Brynleifur. Allt fór
þetta vel fram og tel ég mig hafa
haft af því mikinn andlegan hagn-
að, eins og af flestu því, sem Jó-
hannes Sigfússon miðlaði mér af
miklum gáfum sinum og ríku
hjarta.
Jóhannes lét sig miklu varða
allt, sem snerti hag og líf nemenda
sinna. Oft kom það fyrir, að ein-
hver piltur hlaut „rektorsáminn-
ingu“ eða jafnvel „kennarafundar-
áminningu“, sem voru ströngustu
refsingar, sem piltar gátu hlotið,
næst brottrekstri. Þurfti venjulega
talsvert brot gegn reglugerð skól-
ans eða almennu velsæmi til þess
að hljóta slíkar refsingar. Þegar
slíkt kom fyrir, var Jóhannes sár-
hryggur. Fór hann þá oft heim til
pilta og ræddi við þá og reyndi
að fá þá til þess að halda betri
siði. Ég fékk eitt sinn „rektorsá-
minningu“, en taldi mig saklausan
af afbrotinu. Vildi ég þá að það
færi lengra, það er að segja, til
fræðsluyfirvaldanna. Jóhannes
frétti þetta. Fékk hann þá Bjarna
Sæmundsson, vísindamanninn
mikla, sem var einn af kennurum
skólans í lið með sér. Ræddu þeir
málið við mig af alvöru og skiln-