Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 92
90
URVAL
Og fólk það, sem haldið hafði þessa
leið á undan þeim, lá sem hráviði
við stígana. Flokkurinn þrammaði
heislóð, er stráð var líkum manna
og burðardýra, fram hjá uppþembd-
um skrokkum uxa og hesta og ve-
sælum likum dauðra flóttamanna.
'Búlgararnir höfðu gert hlé á
sókn sinni, og nú snerist undan-
liald Serbanna upp i kapphlaup við
hungrið. 4. liðsflokkurinn hafði
haldið frá Elbasan með örlitinn
brauðskammt, og eftir 5 daga stöð-
uga göngu voru margir nú að þrot-
um komnir sökum hungurs. Þegar
flokkurinn bjó um sig á kvöldin,
virtist Jovitch geta gleymt ])reyt-
unni og hörmungum hergöngunnar
um stund með því að ræða við
Floru, og innan skamms liafði hún
kynnzt honum eins vel og nokkurri
konu tekst yfirleitt að kynnast
karlmanni, þótt hún eyði með hon-
um allri sinni ævi.
Hann var frá Belgrad. Móðir
hans, sem var ekkja, hafði alið
hann upj) í sárri fátækt, og Jovitch
liafði snemma orðið að yfirgefa
skólann til þess að hefja starf á
skrifstofu dagblaðs. Hann kunni
vel við starfið, því að vegna þess
komst liann í nána snertingu við
ólgandi stjórnmálabaráttu Balkan-
þjóðanna. Þegar serbneski Iierinn
hafði haldið gegn Tyrkjum til þess
að reka þá úr síðustu vígjum hins
balkanska ríkis þeirra, hafði Jo-
vitch gengið í hann. Og hann hafði
ekki komið heim síðan.
Jovitch var farið sem mörgum
öðrum Serbum. Hann var altekinn
þeim draumi, sem liafði lifað í
hjörtum landa hans í árþúsundir:
draumnum um sameiningu allra
slafnesku þjóðanna á Balkanskag-
anum. Hann dreymdi um ríki, ])ar
sem Bosníumenn, Króatar, Serbar,
Makedoníumenn, Svartfjallamenn
(Montenegrobúar), Herzegoviniubú-
ar og Dalamítubúar gætu samein-
azt sem ein þjóð, þar sem allar
þessar þjóðir gætu eignazt sam-
eiginlegt föðurland. „Við erum
gamlir hermenn," sagði Jovitch, og
l)að var satt. Hann var aðeins á
fertugsaldri, en baráttan fyrir þess-
um serbneska draumi hafði gert
hann gamlan um aldur fram. En
samt vissi Flora, að hann hefði
ekki viljað, að þessu væri öðru
vísi varið.
Og þegar hún skreið niður i
þröilga skurðinn, sem líktist einna
helzt gröf og Dragutin tókst ætið
að grafa handa henni þrátt fyrir
þreytu sína, bar hún saman sóða-
skapinn og hungrið, scm þau urðu
að þola á helgöngu sinni, o<’ á-
hyggjulaust líf sitt heima i Eng-
landi. Hún hafði verið ylin uup
sem prestsdóttur sæmdi, og luin
velti því oft fyrir sér, Iivað faðir
hennar hugsaði nú um hana, eða
þá skólastýran í kvennaskólanum,
sem hún hafði gengið í i Genf.
„Ungar stúlkur eiga að hefja dag-
inn nýbaðaðar og í hreinum nær-
fötum, neglur þeirra eiga að vera
burstaðar og snyrtilega klipptar
. .. .“ Nú voru svartir baugar undir
nöglum hennar, einkennisbúning-
ur hennar var slitinn og langt frá
því að vera hreinn. En ])að var
svo um hana sem Jovitch. Hún
hefði ckki viljað, að þessu væri
öðru vísi farið.