Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 26

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 26
24 ÚRVAL hann af undrun. Þegar hurðin opn- aðist, gein við tómið eitt fyrir ut- an hana. Afturhlutinn hafði losn- að frá flugvélinni niður. Raley skrönglaðist niður úr flugvélinni. Hann leit allt í kringum sig. Byss- urnar voru samanbögglaðar eins og pipuhreinsarar. Það var þrennt, sem bjargaði lífi hans. í fyrsta lagi hafði hann festst í flugvélinni vegna skotfæra- hylkjanna, sem hrundu ofan á hann, og því hafði hann ekki kastazt til, þegar flugvélin skall ofan á trjá- toppanna. í öðru lagi höfðu trén dregið úr fallinu. Og i þriðja lagi lá Raley þeim megin í afturhluta flugvélarinnar, sem sneri upp, þeg- ar flugvélin skall til jarðar. Möguleikarnir á að lifa slíkt fall sem fall þeirra Eakers og Raleys eru næstum engir. Möguleikarnir hafa að vísu aldrei verið reiknað- ir út. En það hefur verið gerð til- raun til þess að kasta tölu á þá, sem deyja við fall inni á heimilum sín- um eða umhverfis þau, t. d. við fall úr stiga. f Bandaríkjunum deyja að meðaltali tveir menn við slíkt fall á þeim tíma, sem það tekur þig að lesa þessa grein. Gamla orðtækið „Það skiptir ekki svo miklu máli, hvernig þú dettur, heldur hvernig þú kemur niður,“ á ekki við slikt ofsalegt fall, sem hér hefur verið lýst. Betra væri að orða það þá fremur á þennan hátt. „Það skiptir ekki svo miklu máli, hvernig þú dett- ur, heldur hvað tekur á móti þér, þegar þú kemur niður.“ Þessu til sönnunar mætti nefna eftirfarandi tilfelli. Joe Herman kastaðist eitt sinn fallhlífarlaus út úr flugvél. Eftir 12000 feta fall skall hann ekki á jörðina, heldur á ann- an mann. Nóit eina hittu þrjú skot úr loft- varnabyssum Halifax-sprengjuflug- vél hans yfir Þýzkalandi. „Stökkv- ið!“ hrópaði Herman í hátalarann. „Allir útbyrðis!“ Flestir af áhöfn flugvélarinnar stukku, en þegar Herman reyndi að ná fallhlífinni sinni ofan af hillu, sá hann John Vivash skotliða skríða eftir gólfinu. Hann var særður og dró annan fót- inn máttlausan á eftir sér. Síðan sprakk flugvélin i loft upp, og Herman þeyttist upp i gegnum loft hennar. Og áður en hann vissi af, var hann tekinn til að hrapa i köldu næturloftinu, umkringdur drasli úr flugvélarskrokknum. Hann hafði fulla meðvitund. Hann gerði sér alveg sérstaklega fulla grein fyrir þvi, að hann var 1 ekki með neina fallhlíf. Hann varð gripinn ofsahræðslu, baðaði út öllum öngum og reyndi þannig að draga úr fallinu. Síðan sætti hann sig við hið óumflýjanlega. Hann sætti sig við tilhugsunina um dauð- ann, og hann gizkaði á, að hann ætti aðeins um eina mínútu ólif- aða. Hann sá ýmsa brotna málmhluti, sem virtust svífa hreyfingarlausir í loftinu umhverfis hann. Hann von- aði, að einhver þessara hluta reynd- ist vera fallhlifin hans, en jafnvel þótt svo væri, gæti hann ekki náð til hennar. Hann snerist á ýmsa vegu. Stund- um kom hann auga á stjörnurnar, en á næsta augnabliki leitarljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.