Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
„Identi-Kit“-kerfið er uppfinn-
ing Hugh C. McDonalds, sem er
nú 50 ára gamall og yfirmaður
tœknideildarinnar, sem tengd er
skrifstofu lögreglustjórans í Los
Angeles. McDonald hafði lengi unn-
ið sem leynilögreglumaður, og þeg-
ar hann varð 29 ára gamall, var
hann fluttur i fingrafaradeildina.
Og þar skaut hugmynd þessari upp
kollinum í hugskoti hans, þegar
hann var að drukkna i liafsjó
fingrafaraspjalda. Fyrst hægt var
að lýsa fingraförum mannshandar-
innar nákvæmlega með stöfum og
tölum, þótt um væri að ræða billj-
ónir mögulegra samsetninga, hvers
vegna skyldi slíkt þá ekki reynast
unnt, hvað snerti höfuð og and-
lit? Það var of dýrt og seinlegt að
fá listamenn til þess að teikna
andlit samkvæmt upplýsingum
vitna, og til slíks var aðeins grip-
ið í hinum stærstu málum. Mc-
Donald vildi fá öruggt myndatöku-
og upplýsingamiðluniarkerífi, sem
væri nákvæmt, skjótvirkt og ó-
dýrt.
Hann byrjaði á þvi að búta
hundruð andlitsmynda niður í
sína aðalhluta. Síðan reyndi hann
að flokka þessa búta eftir vissum
útlitseinkennum. Þetta var ofboðs-
lega seinlegt starf og lýjandi og
virtist í fyrstu engan árangur bera.
Um þetta tímabil segir liann: „Það
voru til svo margs konar augu og
enginn svipur með þeim.... alls
enginn.“ Starfsfélagar hans hvöttu
liann lítt til þessa dútls, en samt
hélt hann þessum tilraunum áfram
i fritímum sínum ár eftir ár.
Og svo þegar skilningur hans á
höl'uð- og andlitsbyggingu jókst
smám saman, varð hann stöðugt
sannfærðari um það, að það var
i raun og vuru um að ræða vissa
áþreifanlega frumdrætti i andliti
sérhvers fullorðins manns, frum-
drætti, sem hægt var að lýsa með
vissum orðum og flokka eftir sér-
kennum. En hann hafði hvorki
til umráða fjármagn né vinnuafl,
sem þörf var fyrir til þess að safna
saman þúsundum mynda og flokka
hina ýmsu andlitshluta eftir sér-
kennum, en slíkt myndi vera nauð-
synlegt til þess, að nokkur fengist
til þess að trúa á þessa hugmynd
hans. Hann missti móðinn og var
að því kominn að hætta við þetta
allt santan, þegar honuin barst
hjálp úr óvæntri átt.
Vinur hans var í tengslum við
fyrirtækið Townsend Co. í Santa
Ana í Kaliforníu. Þetta fyrirtæki
fæst einkum við gerð ýmissa tækja
fyrir flugvélar, en er reiðubúið að
reyna ýmsar nýjungar. Fram-
kvæmdastjórar þessa fyrirtækis
fengu áhuga á hugmynd McDon-
alds, sem vinur hans skýrði þeim
frá. Og skyndilega var hann kominn
á samning við fyrirtækið og hafði
til umráða nægilegt fjármagn,
tæknifræðinga, ljósmyndara og
öll þau tæki, sem hann hafði fyrr-
um aðeins dreymt um.
Og nú fylgdi þrotlaust starf í
5 ár. Hópar ljósmyndara ferðað-
ist um gervöll Bandaríkin og ýmis
önnur Iönd og safnaði saman 50.
000 myndum af ýmsum gerðum
andlita, sem síðan skyldu flokkuð.
Að þvi loknu átti að búta myndin-
ar niður og búta og flokka bútana