Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 83
INDÆLI LIÐÞJÁLFINN
81
stökk af baki og kynnti Floru fyrir
æðsta foringjanum. Hann hét Jana-
chko Jovitch, og var hann yfir-
rnaður 4. liðsflokksins.
Jovitch var herðabreiður og
kraftalegur maður. Hann var 6 fet
á hæð með stuttklippt, strítt hár
og skegg, hvort tveggja svart. Hann
starði á Floru, og augnaráð hans
var mjög óvingjarnlegt. Síðan sló
hann saman hælunum og lieilsaði
henni með handabandi. Pesitch
útskýrði tilganginn með heimsókn
hennar. Jovitch kinkaði kolli og
kynnti hana siðan fyrir þeim ó-
æðri liðsforingjum, sem með hon-
um voru. Þeir voru aftur á móti
mjög vingjarnlegir við hana gagn-
stætt yfirmanni þeirra.
Flora sá bregðá fyrir fyrirlitn-
ingarglampa i augum Jovitch, er
hann leit á hersveitarnúmerið „2“
á axlaspeldi hennar. Og þegar Drag-
utin kom akandi i vagni, hlöðnum
sultu, ullarhjálmum og vindlingum,
sagði Jovitch liæðnislega, að það
væri vissulega fallcga gert af henni
að færa þeim slikt góðgæti, sem
gæti orðið þeim til svo mikillar
huggunar.
„Er nokkur möguleiki á þvi,
að fá einnig senda riffla og skot-
færi?“ spurði hann kuldalega. „Það
er svo fjári erfitt að drepa óvin-
ina með því að henda sultukrukk-
um í hausana á þeim.“
Hann lét siðan undirmönnum
sínum algerlega um að dreifa gjöf-
unum. En þegar þeir höfðu lokið
því með aðstoð Floru, steig Jovitch
út úr tjaldi sinu og þakkaði henni
formlega fyrir að hafa fært liðs-
flokk lians þessar gjafir. Flora
sagði, að þetta væri ekki neitt. Hún
sagði að þau væru nú bandamenn,
þegar allt kæmi til alls.
Nú hafði hún vakið máls á við-
kvæmu umræðuefni. Jú, Janachko
Jovitch viðurkenndi, að það væri
gert ráð fgrir því, að þjóðir þeirra
væru bandamenn.
Svo bætti hann við: „En hvers
vegna neituðu Bretar og Frakkar
okkur um leyfi til þess að ráðast
á Búlgaríu, þegar allir Serbar með
einhverja vitglóru í kollinum gerðu
sér grein fyrir því, að Búlgarar
höfðu í hyggju að ráðast inn i land
okkar? Kannski gæti hún útskýrt
þetta fyrir einföldum, serbneskum
liðsforingja?"
„Ríkisstjórnir verða stundum að
taka erfiðar ákvarðanir, sem eru
einnig oft óvinsælar,“ svaraði Flora.
„Hvers vegna hefði Bretland átt að
stuðla að því, að það og banda-
inenn þess eignuðust enn annan
óvin?“ spurði hún. „Hcfði slikt
verið rétt, meðan örlítill möguleiki
var á því, að takast mætti að halda
Búlgaríu hlutlausri með samning-
um? Ég viðurkenni, að Bandamenn
voru ekki nægilega duglegir samn-
ingamenn. Það hefði vissulega ver-
ið miklu betra, að samningamenn-
irnir hefðu verið kvenkyns! En til-
gangurinn var algerlega heiðarleg-
ur.“
„Heiðarlegur tilgangur gerir
hvorki að fæða menn mina né fá
þeim vopn í hönd!“ sagði Jovitch
hörkulega. „Hundrað rifflar eru
meira virði en allar heiðarlegar
fyrirætlanir Frakka og Breta sam-
anlagðir!“
Flora varð ofsareið. „Franskar