Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 69
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
67
ingi, án þess þó að fallast á rök
min. Hollusta þeirra við stofnunina
bannaði þeim að fallast á þau.
Lauk því máli svo, að ég gekk með
þeim fyrir rektor, sem tók mér vel,
að vanda, enda gat vart háttvís-
ari mann, en hinn ágæta human-
ista Geir T. Zoega. Varð það úr,
að ég lét málið falla niður, en rekt-
or hét því, að ekki skildi þessi
áminning reiknuð mér til sektar
þótt eitthvað kæmi fyrir seinna.
Stóð hann við loforð sitt.
Jóhannes Sigfússon átti margt
góðra bóka og var óspar á að lána
þær þeim, sem vildu kynna sér
betur námsgreinir hans. Ég naut
þessarar greiðvikni hans alla mína
skólatíð. Vildi hann með þessu auka
áhuga og skilning pilta á þeim
námsgreinum, sem hann kenndi.
Hygg ég að sjaldan hafi það verið,
að ekki væri einhver bók hans í
láni hjá piltuin.
Mikið ástriki var með þeim
hjónum, frú Gathinku og Jóhannesi
svo og fósturdóttur þeirra, Rósu,
en hún gerðist hjúkrunarkona og
starfar enn að hjúkrun. Ekki mun
ósennilegt að einhverju hafi ráðið
hjá henni um val þess kærleiks-
starfs, sú mannúð og sá skilningur,
sem ríkti á bernskuheimili hennar.
Nú hinn 17. desember eru liðin
34 ár frá því, að Jóhannes Sig-
fússon var lagður til hinnstu hvíld-
ar í kirkjugarðinum i Reykjavík.
Frú Cathinka lifði mann sinn í
mörg ár, en er nú ekki lengur ofar
moldu.
Jóhannes Sigfússon kenndi mér
að meta ýmis verðmæti, sem ég
hefði ekki notið án handleiðslu
hans. Hann kenndi mér meðal ann-
ars að það er hvorttveggja jafn
fáránlegt, að segja, að öll trúar-
brögð séu deyfilyf fólkinu, eins og
hitt, að einhver einstök trúarbrögð
séu aðgöngumiði inn í eilífa sælu.
Fyrir það og allt annað, sem hann
gerði fyrir mig, mun ég honum
þakklátur meðan endast æviárin
— já einnig frú Cathinku.
Hendrik Ottósson.
Sannleikurinn er sá, aO fólk hefur ekki aðeins gott af því að veröa
hneykslað öðru hverju, heldur er það algerlega nauðsynlegt fyrir heill
og framgang þjóðfélagsins, að fólk verði hneykslað æði oft.
George Bernard 8haw
Yevgeny Yevtushenko í sjálfsævisögu sinni:
Ég hef tekið eftir því, að illmennin hér í heiml standa venjulega
saman, jafnvel einnig þegar þau hata hvert annað. 1 þessu er styrkur
þeirra fólginn. En góðmenninn eru sundruð, og í Því er veikleiki þeirra
fólginn.