Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 29
FALL ÁN FALLHLÍFAR
27
hann. Hann var nægilega snarráð-
ur til þess að stinga sér beint á
hausinn niður í 16o lítra tunnu,
sem full var af kalkupplausn, sem
gerði sýruna óvirka. Síðar var
hann að vinna við borholu í mýri.
Hann var með gasgrímu og var að
dæla upp eitruðu klórgasi. Þá bil-
uðu rafleiðslur í dælunni, og hann
fékk ægilegt rafmagnshögg. Hann
skall til jarðar, og gríman losnaði
af honum. Það liðu 15 mínútur,
þangað til félagar hans heyrðu
hróp hans og gátu dregið hann
upp. Skömmu síðar brotnaði 9
feta há stálhurð og dat.t beint ofan
á hann. Þá gekk fjöldi manna á
hurðina og lyfti henni. Síðan var
Nick dregin undan henni. Hann
var ekki dáinn, en nú hefur hann
samt yfirgefið efnaverksmiðjuna
og gerzt sölumaður fyrir húsgagna-
verksmiðju. Hann hafði lært sina
lexíu.
Við urðum heldur sein á hljómleikana. Við höfðum orðið að flýta
okkur heil ósköp, og svo urðum við að troðast inn á miðjan bekk, taut-
andi afsakanir í sífellu. Við vorum varla sest í sæti okkar, fyrr en
maðurinin minn fór að snúa sér og teygja á alla vegu. Hann var stöð-
ugt að beygja sig og fálma undir sætið. Ég hvíslaði Því að honum:
„Hvað i ósköpunum ertu að gera, maður?"
Þeir, sem næstir sátu, gátu ekki að því gert, að þeir fóru að hlæja,
þegar hann hvíslaði: „Ég get ekki fundið andskotans öryggisbeltið!"
Mary Peacock
Sendisveinn kom eitt sinn inn i starfsmannahaldsdeild stórverzlun-
ar þeirrar, sem ég vinn í, og spurði þar eftir ungfrú Carpenter. Hann
sagði, að húsbóndi sinn hefði sent hann til þess að sækja pakka, sem
hún geymdi fyrir hann, og hann var svo viss um, að nafnið væri rétt,
að hann hafði ekki skrifað það. Nú vinnur enginn með þessu nafni
hjá okkur, og því spurðum við hann, hvort hann væri I réttri verzlun.
Hann hélt Því fram, að svo væri. Til þess að sannfæra hann um, að
honum hefði skjátlazt, fórum við að lesa upp nöfn starfsmanna þeirra,
sem í verzluninni vinna: Smith, Jones, Shepard....
„Þarna kemur það!" greip hann fram í. Svo bætti hann við og dæsti
af feginleika: „Rétt verzlun, vitlaus geimfari."
Carol Lindsay
„O, rétt einn kvenekillinn!" tauta ði maðurinn minn illskulega, þegar
bíll einn þaut fram úr og í veg fyrir okkur á þjóðveginum. Seinna náð-
um við aftur í sökudólginn og sáum, að þetta var karlmaður. En maður-
inn minn hafði sannarlega ekki gefizt upp, heldur tautaði hann nú:
„Mamma hans hefur sjálfsagt kennt honum að aka.“
Doloress J. Watkins