Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 112

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL daglega. Smám saman æfðust fing- ur hans í að grípa utan um hluti, en þeir gerðu það með krampa- kenndu átaki, sem hann liafði ekki vald yfir, eins og vant er hjá slík- um sjúklingum. Þá kom faðir hans með kubba úr samanbrotnum papp- ír og sagði við hann: „Nú áttu að læra að taka utanum þessa, án þess að böggla þá saman.“ Þegar Ray var fimm ára, greip hann i dyratjöld og hóf sig upp, þar til hann stóð uppréttur. Hann reyndi að stíga eitt skref, en valt þá um koll. Móðir hans barðist gegn löngun sinni til að hjálpa honum, og horfði með aðdáun á, hvernig hann hóf sig upp aftur^ aðeins til að velta um á nýjan leik. Upp frá þessu lét Ray sér aldrei nægja að sitja bara á gólfinu. Hann skeytti þvi engu þótt það kostaði byltur og marbletti, en fór leiðar sinnar um húsið á þann hátt, að standa upp og detta og standa upp aftur. Oft bar það við, að hann í fallinu fálmaði fyrir sér og greip i standlampa, borðdúka, gluggatjöld o. s. frv. En faðir hans sagði: „Lát- um hann bara brjóta. Það kemur að þvi, að hann getur gengið.“ Svo kynni að hafa farið, að fyrsta reynsla Rays af því að fara í skóla, hefði dregið úr honum kjark, ef yngri bróðir hans Emme- rich hefði ekki verið honum til hjálpar. Enda þótt Ray hefði góða greind og skildi heilmikið, gat hann aðeins sagt tvö orð, „já“ og „nei‘?. Höfuðið slettist til á honum eins og á tuskubrúðu. En Emmerich sat hjá honum og flettu fyrir hann blöðunum i bókunum. Jafnvel þegar bezt lét, leið Ray aldrei vel í skólanum. En heima átti hann alltaf friðsælan stað. Þar átti hann alltaf að mæta skilningi og ástúð. Einu sinni þegar fjöl- skyldunni var boðið til miðdegis- verðar, voru settir fínir postulíns diskar hjá öllum nema Ray. Fyrir hann var settur gamall, skörðóttur diskur. Þessi lítilsvirðing fór ekki fram hjó Rósu, móður hans. Daginn eftir sagði hún við Ray: „Mér þætti vænt um, ef þú vildir hjálpa mér að þvo sparibollalia mína. Viltu koma með þá fram i eldhús fyrir mig?“ Ray staulaðist að bollaskápn- um, en um slikt trúnaðarstarf hafði hann aldrei verið beðinn fyrr. Hann tók einn postulínsbolla, og sveittur og skjálfandi í þeirri föstu ákvörðun sinni að hafa nú stjórn á vöðvum sínum, gekk hann hægum skrefum fram í eldhúsið og afhenti móður sinni bollann heilan á húfi. Slík ástúð var á tvennan hátt rauði þráðurinn i lifi hans. Honum var ekki eingöngu sýnd ástúð án alls tilverknaðar af hans hálfu; hin látlausa, ákafa viðleitni hans vakti einnig ást og umhyggju hjá þeim, sem gerðu sér það ómak að reyna að kynnast honum. Einn þeirra var Lisle Blackburn, leik- fimiskennari og knattspyrnuþjálf- ari við Menntaskólann i Milwau- kee, Washington. Blackburn og Ray sáust í fyrsta sinn, er Ray gaf sig fyrst fram til þátttöku i likamsæfingum. Honum hafði farið mikið fram síðan hann fyrst hóf skólagöngu, enn mátti þó segja að hann fremur veltist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.