Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 115

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 115
VÖÐVAR HANS VILDU EKKI IILÝÐA ji:í gerðist hann samverkamaður Dr. Earl Carlsons, eins hins kunnasta manns á sviSi endurhæfingar á lömunum ,sem stafa frá heilanum. Arið 1946 fékk Ray stöðu við Carrol Vista skólann fyrir fatlaða i Vallejo, Californíu. Það kom i ljós, að forstjóri skólans var há- vaxin, sterkbyggð og glaðlynd ekkja, að nafni Ann Corzier. Ray hafði aldrei kynnzt neinni konu, sem hafði jafn mikil áhrif á hann. Eins og hans var venja, stefndi hann beint að því marki, að vinna hönd hennar. Þau gengu í hjóna- band árið 1948. Skömmu eftir að þau giftust, gerðist Taibl framkvæmdastjóri liinnar nýju áætlunar Nebraska- rikis um uppeldi fatlaðra. Eftir þvi sem álit hans jókst, tóku ríkin í tugatali að leita aðstoðar hans til að leggja sínar eigin áætlanir um slíkt uppeldi. Hann var á stöðug- um ferðalög'um, flutti nokkur hundruð ermdi á ári, en einhvern veginn vannst honum jafnframt tími til að taka doktorsgráðu í uppeldissálarfræði við háskólann i Nebraska. Árið 1953, þegar áætl- un Nebraskarikis var komin i fulla framkvæmd, fór hann þaðan og gerðist yfirmaður sérl'ræðilegs upp- eldis í Puebla, Colorado. Samhliða því stjórnar hann sálfræðilegri pjónustu og rannsóknum á náms- aðferðum. Nálægt 1400, af 24500 skólanem- endum í Pueblo, þurftu á aðstoð hans að halda. Hann finnur, að með þvi að hjálpa þeim, getur hann endurgoldið þá hjálp, sem fólk eins og foreldrar hans og systkini, Lisle Blackburn, dr. West og Ann hafa veitt honum. „Það er ríku- Ieg umbun i því fólgin,“ segir hann, „að horfa á barn ganga í fyrsta sinn, eftir að við höfum tekið það til meðferðar, eða heyra barn tala, sem áður hafði verið mállaust." 18. maí, árið 1960, sæmdi forseti Bandaríkjanna hann orðunni „Meritorius Service Citation" fyrir starf hans í þágu fatlaðra. í dag (1964), þegar Ray Taibl er 53ja ára, er hann herðabreiður, ljóshærður, andlitið brúnt og veð- urbarið, eins og á manni, sem stundar útivist. Þrátt fyrir ótrú- lega sterka trú á sjálfan sig, á hann enn við ýmsa erfiðleika að stríða. Þegar þreyta sækir á hann, verða vöðvar hans enn þá stífir og stirð- ir. Stundum, er hann stígur fram úr rúminu, finnur hann, að hann getur ekki tekið um hurðarhún- inn — eins og í barnæsku standa fingur hans þá beinir og stífir. Á slíkum dögum segir hann þá: „Anna, viltu vera svo góð, að halda kaffinu heitu. Ég er dálitið stirð- ur núna.“ „Þar sem ég mun aldrei verða fyllilega eðlilegur,“ segir Ray, „hef ég lært að lifa í sjálfum mér. Til allrar hamingju gaf guð mér foreldra og kennara, sem þótti vænt um mig og kenndu mér. Ég var lánsamur.“ Hann talar beint frá hjartanu, er hann segir við bæklaðan ungling: „Þú ert ekki fatl- aður (handicapped). Þú ert aðeins öðruvísi en hinir, það er allt og sumt.“ Og hvers vegna skyldi hann ekki segja þeim þetta? Hann hefur alltaf trúað þessu um sjálfan sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.