Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 56
54
URVAL
2. Þijðing mcnnhmur i nútimuþjóð-
félagi.
HvaSa kröfur eru gerðar til
skóla lilýtur að ákvarðiast fyrst
og fremst af því, hver þöri' þjóðar-
félagsins er fyrir menntun þá, sem
i skólunum er veitt. Við viijum
því byrja á því sð gera grein fyrir
skoðunum okkar á þessu grund-
vallaratriði. Sérstök nauðsyn hlýt-
ur að vera að ræða þennan þátt
hér á landi, vegna þess að atvinnu-
þróunin hér hefur orðið örari en
meðal fiestra nágrannaþjóða okkar,
því veldur hversu seint komst veru-
legur skriður á breytingar islenzkra
atvinnuhátta. Af þessu leiðir að
sambandið milli atvinnuþróunar
og menntunar hlýtur að vera laus-
ara og óljósara hér á landi en með-
al langþróaðra verkmenningar-
þjóða.
Svo sem kunnugt er hefur at-
vinnulíf og atvinnuhættir flestra
þjóða tekið gífurlegum breyting-
um síðustu áratugina. Breyting-
arnar eru fyrst og fremst fólgnar
í bví, að vísindaleg þekking er
hagnýtí í þágu atvinnulífs og fram-
leiðslu i æ ríkara mæli. Á þetta
einnig við í atvinnugreinum, sem
stundaðar liafa verið frá fornu
fari, svo sein landbúnaði og fisk-
veiðum. líitt er þó ekki síður at-
hyglisvert, að vísindin liafa bein-
iinis skajiað fjölmargar nýjar at-
vinnugreinar, sem ekki voru til
áður. Til dæmis er talið, að um
helmingur Bandaríkjamanna starfi
nú í atvinnugreinum, sem ekki voru
til fyrir fjörutíu árum.
Þessi þróun heftir gerbreytt þjóð-
félagslegu gildi vísinda, einkum þó
raunvísinda. Fyrir nokkrum ára-
tugum höfðu vísindi fyrst og fremst
menningarlegt gildi; þau voru ])átt-
ur í menningu hverrar þjóðar og
að ]>vi leyti hliðstæð og sambæri-
leg' við bókmenntir, myndlist og
aðrar listir. Hagnýtt gildi vísinda
var næsta litið, „bókvitið verður
ekki látið í askana“, og vísindin
voru i litluni tengshun við atvinnu-
lífið. Þar gilti „praktisk“ þekking,
'ekki bókavit. Við vinnu var að
mestu beitt sömu aðferðum og sið-
ustu kynslóðir höfðu gert. í at-
vinnugreinum, þar sem nokkur
bókleg þekking var nauðsynleg
undirstaða starfskunnáttu, var oft-
ast um að ræða þekkingaratriði,
sem læra mátti i eitt skipti fyrir
öll. Þegar þvi námi lauk, voru
menn „útlærðir“ í viðkomandi
grein.
Nú er allt þetta gjörbreytt. Nú
hafa raunvisindi ekki fyrst og
fremst menningarlegt gildi á sama
hátt og áður var, heldur beinlinis
hagnýtt gihli samfara mikilli þýð-
ingu þeirra í öðru menningarlcgn
tilliti. Raunvísindin hafa vaxið
ótrúlega ört síðustu áratugina og
cru nú orðin ein meginstoðin und-
ir atvinnulífi þróaðra þjóða og
þar með efnalegri afkomu þeirra.
Margt bendir til, að mikilvægi þeirra
muni enn vaxa, er fram líða stund-
ir. Þýðing menntunar í nútíma-
þjóðfélagi hlýtur þvi að vera öll
önnur og meiri en áður. í öllum
greinuin atvinnulífsins er þörf mun
meiri þekkingar en áður. Menntun
þjóðarinnar er orðin þjóðhagsleg
nauðsyn samfrra tæknivæðingu
atvinnulífsins.