Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 11
JOSIP BROZ — Tiro
9
— cins og til var ætlazt af honum.
Á.rekstrar á niilli Belgrad og Moskvu
gerðust tíðir. Hinn fjarlægi þrumu-
fleygur Stalins braut alla mótstöðu
á bak aftur annars staðar. En Tító
hræddist hann ekki.
Fyrir sína ástkæru Júgóslavíu
lagði marskálkurinn, eins og hann
almennt var kallaður, áætlun um
það, með hverju móti gögn og gæði
landsins yrðu bezt hagnýtt. Hún
var ekki í samræmi við það alls-
herjarskipulag, sem Stalin vildi
koma á í öllum kommúnistaríkjun-
um. Árið 1948 var djúpið á milli
þessara tveggja manna orðið óbrú-
anlegt. Stalin var ævareiður yfir
þrjózku Titós. „Ég mun veifa hendi
minni,“ sagði foringinn í Kreml,
„og þá mun enginn Titó verða til
framar.“
En Stalin skjátlaðist hrapalega.
Júgóslavíu var vísað úr Komin-
forrn, var útilokuð frá viðskiptum
við hin kommúnistaríkin. En til
er skemmtileg smásaga um Dimit-
rov lieitinn í Búlgaríu, er hann í
nærveru Stalins þrýsti hönd Títós
í laumi og livíslaði í eyra hans:
„Láttu ekki undan!" — Og það
gerði Tító ekki.
Án þess að víkja frá kommún-
ískum grundvallarreglum sínum,
þáði Tító hagfræðilega og fjár-
liagslega aðstoð frá Ameríku, sem
boðin var í viðurkenningarskyni
á þeirri sögulegu staðreynd hans,
að skapa örlög lands síns í fullri
andsíöðu við vald Sovét Rússlands.
Mundi Stalin greiða þessu litla
landi rothögg? Hann þorði það
ekki. Ef nokkur þekkti efniviðinn
i Tító, þá var það Stalin.
Jafnvel fyrir dauða Stalins árið
1953, var augljóst orðið, að júgó-
slavneski lærisveinninn liafði fellt
lærimeistarann í Kreml á eigin
bragði. Bylting hans gegn erki-
byltingarmanninum í Kreml, hafði
borið fullkominn árangur. Júgó-
slavía hélt áfram að vera til. Smám
saman ])róaði Tító hina nýju kenn-
ingu sína um mismunandi leiðir
til kommúnisma. Hann gerði Júgó-
slavíu að landi með óbundinni
vinstri stjórn („uncommitted
country" of the left). Vald hans
og álit meðal hinna hlutlausu ríkja
óx, unz hann var tfelinn koma
næstur Pandit sáluga Nehru, sem
lék svipað hlutverk við liinn enda
hins pólitíska regnboga.
Inn á við hagnýtti Tító júgóslav-
neskar aðstæður og náttúrugæði
eins og hezt hæfði júgóslavnesku
þjóðinni (fremur en Sovét Rúss-
um), og skipulagði verzlun og við-
skipti við vestræn ríki. Á vissum
sviðum lét hann frjálsa efnahags-
þróun haldast við, gerði smákaup-
mönnum fært að halda áfram fyrri
atvinnu og leyfði smábændum að
verzla á eigin spýtur, utan við hið
viðamikla ríkiskerfi. Þannig kom
hann á heppilegri málamiðlun. En
þeir, sem þóttust koma auga á
fleiri frjálslyndar tilhneigingar hjá
hinum sérkennilega þjóðlega,
kommúniska leiðtoga Júgóslaviu,
urðu fyrir vonbrigðum. Er Milovan
Djilas, sem var vinur Titós, tók að
halda fram vestrænu lýðræði og
ncitaði að snúa aftur á þeirri braut,
lét Titó setja liann í fangelsi. Ste-
pinac erkibiskup var einnig fang-
elsaður að skipun hans. Hversu