Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 85
INDÆLI LlfíÞJÁLFINN
Andlit fólks þessa var þakið ein-
hverjuin rýjum, og stundum hafði
jafnvel verið gerð tilraun til þess
að moka dálitlu af mold eða snjó
yfir líkamina. En þessi hryllilega
sýn var aðeins fyrirboði þeirra
ógna, sem áttu el'tir að dynja yfir
Serba. Af þeim 250.000 hermönnum,
sem lögðu af stað i ferðina ti 1
strandar Adríahafsins, átti' það fyr-
ir 100.000 að Iiggja að deyja á leið-
inni. En af þeirri hálfu milljón
flóttamanna, sem reyndi að flýja,
dóu hvorki meira né minna en
200.000.
Á flóttanum hafði serbneski her-
inn það fyrir venju að skilja eftir
litla varnarflokka lil að verja und-
anhaldið. Var flokkum þessum
stefnt í vissan dauða til þess að
veiía flóttamönnunum svolítinn
aukinn frest og þannig aukna mögu-
leika til undankomu. Þegar Militch
ofursti náði til Ochridvatns, sem er
rétt við hin svörtu fjöll Albaníu,
dró hann upp landakort og útskýrði
herstöðuna fyrir Floru. Mestallur
1. herinn og allir þeir flóttamenn,
sem gátu haldið áfram ferðinni
og möguleika höfðu á undankomu,
voru þegar komnir upp í ljöllin.
2. og 14. hersveitinni hafði verið
falið að verja undanhaldið, og voru
þær til skiptis í stöðugri lífshættu
á öllu undanhaldinu gegnum Alb-
rníu, þar eð inögulegt var, að
Búlgarar héldu sókninni áfram
allt til sjávar.
Síðdegis dág nokkurn í des-
embermánuði kom ofurstinn og
menn hans að vörðu á serbnesku
landamærunum. Þeir stöðvuðu
hesta sina, og Flora virti vini sína
83
fyrir sér í laumi. Þetta var dapur-
legt og átakanlegt augnablik. Mil-
itch ofursti starði fram fyrir sig
sviplausum augum. Pesitch yfirfor-
ingi var sem steinrunninn, og sama
var að segja um þá hina. Tár runnu
niður kinnar hersveitarlæknisins.
Nú orðið vissi Flora, að þótt Serbi
sé aðeins staddur 10 mílur frá
þorpi sínu, er hann altekinn heim-
þrá. Þessir menn voru nú komnir
hundruð milna frá heimilum sin-
um, og enn áttu þeir fyrir höndum
langt og hættulegt undanhald. Eft-
ir örstutta hvíld héldu þeir áfram
ferð sinni án þess að segja orð og
völdu sér næturstað í dal einum
innan landamæra Albaníu.
Síðdegis næsta dag kom liðsfor-
ingi einn ríðandi til þeirra með
furðulegar fréttir. Óvinirnir voru
að sækja fram beggja megin og
reyna að króa öftustu sveitirnar
af. Flora var hjá ofurstanum, þegar
hann skýrði frá merkingu þessara
frétta.
„Búlgararnir stefna á Chukas-
fjallstindinn," sagði hann og benti
á háan fjallgarð nokkrum mílum
til hægri við þá. „Komumst við ekki
þangað á undan þeim, tekst þeim
að króa mikinn hluta hersins og
flótamennina af:“
Þau héldu áfram alla nóttina og'
mestan hluta næsta dags. Og að
loluim áðu þau við rætur fjallsins.
Flora lag'ðist niður í holu, sem hún
hafði grafið á bak við runna, vafði
yfirfrakkanum þétt að sér og reyndi
að sofa. En nú tók að rigna, og
hún varð því glöð, þegar skipun
kom um, að þau ættu að leggja af
stað aftur klukkan 3 um nóttina.