Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 73

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 73
EINN GEGN ÚTHAFINU 71 breytilegu lífi sjávarins af fleka, sem rekur sína. leið án þess að mynda nokkurn hávaða. Nokkrar höfrungafjölskyldur syntu undir flekann minn til þess að komast undan hákörlunum, og fjölslcyldur þessar slógust í hópinn og fylgd- ust með mér þúsundir mílna. Höfrungarnir héldu alltaf á veiðar á morgnana. Þeir voru alveg ótrú- lega hraðskreiðir, þegar þeir skut- ust á eftir flugfiskunum. Þegar þessir litlu fiskar leituðu öryggis í loftinu, voru hinir vængstóru freigátufuglar frá Galapagoseyjum ekki lengi að koma á vettvang. Hákarlarnir voru aldrei I'angt undan. Þeir héldu sig í skuggan- um. Ég varð að hafa færin mín stutt, þvi að ég hefði að öðrum kosti aldrei getað innbyrt höfr- ungana. Þá hefði ég aðeins fengið blóðugan hausinn, en hákarlarnir hinn hluta höfrungsins. Kettirnir mínir læddust um þilfarið á næt- urnar og biðu þess, að flugfisk- arnir skyllu á þilfarinu. Á morgn- ana notaði ég síðan leifarnar af næturmáltíð kattanna til þess að beita fyrir hina Ijúffengu höfrunga. Eftir um mánaðartima komst ég fyrst í lygnan sjó, og hina 3000 milna leið frá Galápagoseyjum til Marquesaeyjanna valt flekinn hjálp- arvana, án þess að hægt væri að stýra honum né ráða stefnu hans. Slíkar lygnur geta verið seglskip- um mjög hættulegar. Seglin hanga máttleysislega niður og sporin í þeim rakna. Siglutréð virðist vilja rífa sig upp með rótum. Á dögum seglskipanna þrælaði stýrimaður- inn áhöfninni allra mest út í sliku veðri, því að annars hefðu menn irnir misst vitið, því að lygnurnar smjúga þér i merg og bein, draga úr þér allan mátt, sarga taugar þinar, mergsjúga þig. Lygnurnar fæddu einnig af sér sviptivinda. Þeir byrja að myndast síðari hluta dags og skella skyndi- lega á að næturlagi. Þeir upphóf- ust að kvöldi og hreyfðust hægt burt frá flekanum. Þessi fer fram hjá, hugsaði ég. Ég verð að snú- ast gegn þeim næsta. Það var um að gera fyrir mig að vera vel á verði. Og þannig gekk þetta vik- untim saman.... þúsundir milna. LÆKNISLYF Mér geðjaðist alls ekki að þvi, hvaða stefnu málin tóku. Stýrið var óðum að láta undan. Stundum dugðu viðgerðir minar í heila viku, en stundum aðeins i klukkustund. Eitt sinn þegar ég var að reyna að laga það og hafði stigið út í lítinn húðkeip, sem ég hafði tekið með sem björgunarbát, slitnaði bandið skyndilega, sem batt mig við flekann, og hann tók að reka frá mér. Ég varð að róa ákaft til þess að ná honum. Hefði stórseglið ver- ið uppi, hefði ég aldrei náð flekan- um. Ég var haldinn ofurþreytu. Allur skrokkurinn var undirlagður, en ekki aðeins fingur inínir og hand- leggir, sem höfðu særzt og nuddazt, þegar ég var að gera við stýrið og þurfti að handleilta hvassar stálbrúnir, er ég fór út fyrir borð- stokkinn. Nú var ég kominn lit á úthafseyðimörk, þar sem mjög lít- ið er um-fisk, og því var ég orðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.