Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 127
SAMÞJAPPAÐ SÚREFNI — HINN NÝI LÍFGJAFl
125
á sjúkrastofunni, sá ég þar þrjá
sjúklinga, seni voru aö lesa blöð og
tímarit og virtust hinir rólegustu.
Einn var með ljótt fótasár, sem
virtist ekki geta gróið, annar var
með drep i tá, og annar með marga
blóðtappa í íótleggjaæðum.
Rannsóknir, sem dr. Jack van
Elk hefur framkvæmt við sjúkra-
hús þetta, virðast benda til mögu-
legrar notkunar háþrýstingssúrefn-
is á enn einu sviði læknavísind-
anna. Missi fólk mikið blóð vegna
sára eða einlivers konar slysa, fær
það banvænt blæðingarlost. En há-
þrýstingssúrefnisgjöf virðist gefa
góða raun gegn losti þessu.
Við Marylandháskólann hefur dr.
R. Adams Cowley látið hundum
blæða þangað til þeir hafa fengið
lost. Á meðal þeirra, sem fengu
háþrýstingssúrefnisgjöf, lifðu 74%
tilraunirnar af, miðað við aðeins
17% í hópi þeirra, er ekki fengu
slíka súrefnisgjöf.
Svo mikill áliugi liefur komið
fram, að margir varkárir læknar
ráðleggja varkárni á sviði þessu.
Enn veit enginn livaða álirif slík
háþrýstingssúrefnisgjöf hefur við
svæfingu. Og einnig er um að ræða
möguleika á súrefniseitrun. Ofur-
gnótt súrefnis getur leitt til krampa,
Iungnaskemmda og dauða.
Dr. van Elk segir svo að lokum
um læknisaðferð þessa: „Það er
augljóst, að háþrýstingssúrefnisgjöf
býr yfir miklum lækningamætti og
möguleikum. En þörf er frekari
rannsókna, áður en við getum
myndað okkur ábyggilegar skoð--
anir um það, hvernig beita skuli
þessari nýju lækningaaðferð, er
býr yfit- slíkum fyrirheitum."
En samt vill dr. Robert Gross
hjartaskurðlæknir bæta þessari at-
hugaseind við: „Við munum áreið-
anlega heyra miklu meira um þetta
efni á næstu þrem til fjórum ár-
um.“
Það var biðröð við afgreiðsluop það í réttarbyggingunni, þar sem
tekið var á móti greiðslum upp í sektir fyrir umferðarbrot. Maðurinn
á undan mér i röðinni var mjög fýlulegur á svip, Þegar hann greiddi
sekt sina. Þegar afgreiðslumaðurinn fékk honum kvittun fyrir greiðsl-
unni, tautaði maðurinn illskulega: „Og hvað á ég svo að gera við
þennan snepil?"
„Geyma hann,“ svaraði afgreiðslumaðurinn glaðlega. „Og svo þegar
þér eruð búinn að fá 10 svona snepla, fáið þér reiðhjól."
D. Dwight Béll
Sálfræðingurinn: Nú, hvað er að? Þér segizt tala við sjálfan yður?“
Sjúklingurinn: „Ég er alltaf að spyrja sjálfan mig spurninga. En ég
hef aðallega áhyggjur af þessum heimskulegu svörum, sem ég fæ alltaf."
Skrifstofusendill (módel 1964) við húsbónda sinn: „Ég vildi gjarnan
mega eiga með yður umræðufund um efnahagshjálp."