Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 81
INDÆLI LIÐÞJÁLFINN
79
ingu afdráttarlaust, en samt var
hún kvenleg. Hún lijúkraði hinum
sær'ðu af fyllstu óeigingirni, var
næstum óþreytandi. Hún sat hest
eins vel og' liðsforingjarnir og
snerist gegn alls kyns erfiðleikum
sem vanur hermaður. En leyfði
hann henni að vera áfram með
hersveitinni, var hann kannski að
undirskrifa dauðadóm hennar um
leið.
Ofurstinn þagði langa stund. Svo
sagði hann hugsandi á svip: „Ég
býst við, að þér c/ætufi þá gengið
í sjálfan herinn.“
Fiora starði undrandi á hann.
„Sem raunveruleguT hermaður?“
spnrði hún.
„Margar konur starfa nú í hern-
um sem hermenn,“ svaraði Militch.
„En þær eru auðvitað xerbneskar.
Ég veit ekki vel, hvort útlending-
ur gæti gengið
„En við erum bandamenn!“
greip Flora fram i.
Militch ofursti velti þessu fyrir
sér þungbúinn á svip. Hann hugs-
aði til þeirrar hættu og þeirra
erfiðleika, sem yrðu á vegi hennar
sem hermanns, en hann vó og mat
einnig hið mikla gildi liennar fyrir
hersveitina sem tákn um tengslin
við fjarlæga bandamenn. Hingað
til höfðu Serbar ekki fengið mikla
hjálp frá hinum fjarlægu banda-
mönnum sinum, Englandi og Frakk-
landi. Nærvera Floru táknaði fyrir-
heit um, að Serbum hefði ekki al-
gerlega verið gleymt. Hann tók
skyndilega ákvörðun, þótt honum
væri sú ákvörðun þvert um geð.
Ofurstinn tók litla herdeildar-
númerið „2“ úr axlarskúf sinum.
Það var úr silfri. „Sandes,“ sagði
hann ákveðnum rómi, „takið yður
stöðu.“
Hann festi númerið í jakka
hennar, gekk síðan aftur á bak og
heilsaði að hermannasið.
„Flora Sandes, óbreyttur her-
maður, ég býð yður velkomna sem
nýliða í 2. serbnesku hersveitina
i 1. serbneska hernum.“
Þessi stutta athöfn í litla gisti-
húsinu var byrjunin á herþjónustu,
sem vart átti sinn líka í fyrri
heimsstyrjöldinni. Svo óvenjuleg
og viðburðarík var hún. Og nýlið-
inn var líka ólíklegur til að gegna
slíkri herþjónustu.
„FÁIÐ OKKUR BARA EITTHVAÐ
TIL ÞESS Afí BERJAST MEÐ.“
Flora Sandes var dóttir séra
Samuels Sandes, prests i þorpinu
Marlsford í Suffolk í Englandi.
Hún hafði gengið í kvennaskóla í
Sviss, og' þar hafði hún meðai am-
ars lært ágæta frönsku og þýzku.
Þegar stríðið hófst árið 1914, hafði
hún verið ritari í Lundúnum og
lifað ósköp venjulegu lífi. En hún
hafði snögglega fundið til þeirrar
sterku föðurlandsástar, er fór sem
hvirfilbylur um landið, og þvi hafði
hún gengið í sjálfboðaliðssveit
Rauða Krossins. Eftir nokkurra
vikna ófullkomna tilsögn i hjúkrun
hafði hún svo verið send til Serbíu.
Serbarnir þágu með þökkum
hjálp hennar i hinum yfirfullu her-
sjúkrahúsum, enda var mikill skort-
ur á hjúkrunarliði. Og aðdáun
hennar á þessari stoltu og hug-
rökku þjóð með fránu augun jókst
stöðugt. Fyrstu mánuði ófriðarins