Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
myndi ég minnast fyrstu nætur-
innar með 4. liðsflokknum á tindi
Chukasfjalls.“
AÐFANGADAGSKVÖLD.
Undanhaldið hófst að nýju næsta
dag, þegar Búlgarar komu á vett-
vang með stórskotalið sitt. Fall-
byssukúlur tóku að falla rétt við
varnarlínu Serbanna, og miðunin
var ógnvænlega nákvæm. Og
skömmu fyrir myrkur hóf 4. liðs-
flokkurinn hina löngu göngu niður
Chukasfjall, náði siðan sambandi
við aðalhluta liðssveitarinnar og
hélt með henni inn i albanska bæ-
inn Elbasan. Skömmu seinna var
þeim skipað að taka sér varðstöðu
í hæðunum umhverfis bæinn og
skyggnast um eftir varðmönnum
og njósnurum óvinanna.
Tveim dögum siðar steig Flora
út úr tjaldi sínu snemma morguns.
Þetta var í desembermánuði. Sólin
skein, þótt skin hennar væri ekki
sterkt. Ljóshærður, grannur ung-
ur maður kastaði á hana kveðju
frá nálægu tjaldi. Svipur hans var
mjög drengjalegur. Þetta var Zap-
hir Doditch undirliðsforingi, sem
var annar helzti aðstoðarm,aður
Jövitch auk Vukoye.
Flora sagði Doditch furðulegar
fréttir. Hún sagði, að nú væri 24.
desember, og joótt hún vissi, að ekki
yrði haldið upp á serbnesku jólin
fyrr en eftir tvær vikur, þá var
nú aðfangadagur jóla, hvað
hana sjálfa snerti. Doditch kallaði
til Vukoye, sem rak nú hausinn út
úr sinu tjaldi.
„Heyrðirðu, hvað Sandes her-
maður sagði?“
„Já, við verðum að halda veizlu!“
Þettae kvöld var kveikt mikið bál,
óg allur 4. liðsflokkurinn safnaðist
saman umhverfis það. Veizlan
hófst með því, að matsveinarnir
báru fram óvenjulega ríkulegan
matarskammt, og var Flora þess
fullviss, að þetta hlytu að vera sið-
ustu birgðir þeirra af brauði og
baunum. Um annan mat var ekki
að ræða. Veizlugleðin jókst, þegar
Vukoye og Doditch létu flöskur af
ódýru brennivini ganga mcðal her-
mannanna, en flöskur þessar höfðu
þeir keypt í Elbasan þá um dag-
inn. Svo byrjuðu Tatararnir i hópn-
um (tzigane) að leika á fiðlur sínar,
en sérhver liðsflokkur hafði nokkra
slíka á sinum snærum og greiddi
þeim Iaun fyrir. Og hermennirnir
tóku að syngja serbneska söngva.
í hlýrri glóð bálsins leit Flora
af einu andlitinu á annað og virti
fyrir sér þessa menn, sem nú voru
orðnir félagar hennar. Flestir voru
þeir smábændur og leiguliðar,
bændasynir, en á meðal þeirra
voru einnig pípulagningasveinar,
þjónar, smákaupmenn og sendi-
sveinar. Hún þekkti nú orðið
noltkra þeirra allvel: Vukoye, sem
var feiminn, slánalegur og hálf-
gerður prakkari, Doditch, sem var
Ijóshærður og hláturmildur, og
Mirco, sem var óbreyttur hermað-
ur og hafði látið henni eftir varð-
stað sinn í klettaskútanum á Chuk-
astindi. Hann var með kolsvört,
geislandi augu, lítið, kringlótt nef
og feitt, austurlenzkt andlit. Hann
hafði einu sinni átt ávaxtasölu-
skýli á markaðstorginu i Nish, og