Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 90

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL myndi ég minnast fyrstu nætur- innar með 4. liðsflokknum á tindi Chukasfjalls.“ AÐFANGADAGSKVÖLD. Undanhaldið hófst að nýju næsta dag, þegar Búlgarar komu á vett- vang með stórskotalið sitt. Fall- byssukúlur tóku að falla rétt við varnarlínu Serbanna, og miðunin var ógnvænlega nákvæm. Og skömmu fyrir myrkur hóf 4. liðs- flokkurinn hina löngu göngu niður Chukasfjall, náði siðan sambandi við aðalhluta liðssveitarinnar og hélt með henni inn i albanska bæ- inn Elbasan. Skömmu seinna var þeim skipað að taka sér varðstöðu í hæðunum umhverfis bæinn og skyggnast um eftir varðmönnum og njósnurum óvinanna. Tveim dögum siðar steig Flora út úr tjaldi sínu snemma morguns. Þetta var í desembermánuði. Sólin skein, þótt skin hennar væri ekki sterkt. Ljóshærður, grannur ung- ur maður kastaði á hana kveðju frá nálægu tjaldi. Svipur hans var mjög drengjalegur. Þetta var Zap- hir Doditch undirliðsforingi, sem var annar helzti aðstoðarm,aður Jövitch auk Vukoye. Flora sagði Doditch furðulegar fréttir. Hún sagði, að nú væri 24. desember, og joótt hún vissi, að ekki yrði haldið upp á serbnesku jólin fyrr en eftir tvær vikur, þá var nú aðfangadagur jóla, hvað hana sjálfa snerti. Doditch kallaði til Vukoye, sem rak nú hausinn út úr sinu tjaldi. „Heyrðirðu, hvað Sandes her- maður sagði?“ „Já, við verðum að halda veizlu!“ Þettae kvöld var kveikt mikið bál, óg allur 4. liðsflokkurinn safnaðist saman umhverfis það. Veizlan hófst með því, að matsveinarnir báru fram óvenjulega ríkulegan matarskammt, og var Flora þess fullviss, að þetta hlytu að vera sið- ustu birgðir þeirra af brauði og baunum. Um annan mat var ekki að ræða. Veizlugleðin jókst, þegar Vukoye og Doditch létu flöskur af ódýru brennivini ganga mcðal her- mannanna, en flöskur þessar höfðu þeir keypt í Elbasan þá um dag- inn. Svo byrjuðu Tatararnir i hópn- um (tzigane) að leika á fiðlur sínar, en sérhver liðsflokkur hafði nokkra slíka á sinum snærum og greiddi þeim Iaun fyrir. Og hermennirnir tóku að syngja serbneska söngva. í hlýrri glóð bálsins leit Flora af einu andlitinu á annað og virti fyrir sér þessa menn, sem nú voru orðnir félagar hennar. Flestir voru þeir smábændur og leiguliðar, bændasynir, en á meðal þeirra voru einnig pípulagningasveinar, þjónar, smákaupmenn og sendi- sveinar. Hún þekkti nú orðið noltkra þeirra allvel: Vukoye, sem var feiminn, slánalegur og hálf- gerður prakkari, Doditch, sem var Ijóshærður og hláturmildur, og Mirco, sem var óbreyttur hermað- ur og hafði látið henni eftir varð- stað sinn í klettaskútanum á Chuk- astindi. Hann var með kolsvört, geislandi augu, lítið, kringlótt nef og feitt, austurlenzkt andlit. Hann hafði einu sinni átt ávaxtasölu- skýli á markaðstorginu i Nish, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.