Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 76

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 76
74 ÚRVAL skildinum mínum burt. Síðar fann ég upp nýjar varnir gegn þeim. Ég veiddi hákarl á færið mitt, skaut hann með rifflinum mínum og lét hræið af honum hanga í línu aftur úr skutnum. Þegar hákarlarnir sáu hræið i sjón- um, forðuðust þeir flekann. IIÁR MITT VARÐ HVÍTT Þegar ég var að vinna í sjónum við viðgerðirnar dag nokkurn, fann ég skyndilega ofsaiegar kvalir vinstra inegin kviðarins. Ég beið, þangað til ég gat safnað nægilegum kröftum til þess að skreiðast upp á þilfarið. Ég vissi, livað hafði gerzt. Fyrir 10 árum hafði ég feng- ið kviðslit hægra megin. Nú hafði ég' fengið annað kviðslit. Ég tók inn morfíntöflur og vafði mig með gúmmíumbúðum, sem læknirinn minn hafði látið mig fá, ef kvilli þessi gerði vart við sig'. Svo varð ég að láta mig síga aftur út yfir borðstokkinn til þess að halda við- gerðunum áfram. Smám saman dró úr kvölunum. Og eftir þetta dró þetta ekki að ráði úr vinnu- hæfni minni, en á kvöldin var ég samt orðinn svo máttfarinn, að ég gat jafnvel ekki lyft 5 punda þunga. Stuttu siðar sá ég i speglinum mín- urn, að hár mitt var orðið hvítt. Á síðasta þriðjungi sjóferðarinn- ar urðu sviptivindarnir enn ofsa- legri. Nótt eina varð ég að hafa mig allan við til þess að geta ráð- ið við stýrishjólið. Svo tók flekinn skyndilega geysilegan kipp og kast- aðist til, og um leið byrjaði stór- seglið að rifna. Ég reyndi að snúa stýrishjólinu á þann hátt, sem bezt kæmi að gagni, en viðleitni mín var til einskis. Stýrið mitt hafði alveg brotnað í sundur. Ég vissi, að ég varð að fella stór- seglið, því að ég myndi glata því að öðrum kosti. Og alla nóttina réðust sviptivindarnir gegn mér. Það voru aðeins miðborðin sex í þilfarinu, sem gáfu flekanum nokk- urn stöðugleika. Það voru litlar likur á þvi, að flekanum myndi hvolfa, því að hann var það stór. Ekki voru heldur líkur á því, að hann myndi sökkva, þvi að flot- hylkin undir honum v’oru fyllt korkkenndu efni, svo að þau gálu ekki fyllzt af vatni, jafnvel þótt gat kæmi á þau. Ég blundaði þvi öðru hverju, er stjórnlaus flekinn minn liraktist yfir Kyrrahafið, al- gerlega á valdi þess. Það dagaði. Ég borðaði heljarmikla máltið, og þá tók mér strax að líða betur. Annan morguninn eftir þetta ó- happ, var sjórinn orðinn svo lygn, að ég gat hafið viðgerðirnar að nýju. Ég hamaðist við þær sem óð- ur maður, en samt lét stýrið illa að stjórn. Ég saumaði saman 17 feta langa rifu í stórseglinu. Og þegar ég hafði lokið þessu öllu, voru sviptivindarnir teknir að safna kröftum að nýju úti við sjón- deildarhring. EG FRESTA ÞVt, AÐ LÁTA DRAVM MINN RÆTAST Þegar ég hafði verið 120 daga á sjónum, gerði ég mér grein fyrir þvi að ég hefði enga möguleika á að komast til Ástralíu, fyrr en búið væri að gera varanlega við stýrið. Ég yrði því að velja mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.