Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
fyrslu, en smám saman fer maSur
að kunna betur við hana, og hún
verður eins og hún á að vera.
Ég bjóst við að geta veitt fisk
á hverjum degi, en eftir 12 daga
siglingu komst ég að því, að ég
gæti ekki stundað veiðarnar í jafn-
rikum mæli og ég hafði gert ráð
fyrir. Það var vegna óvænts skyldu-
starfs, sem bættist við önnur stórf
mín. Þegar ég var að athuga allan
útbúnað morgun einn, uppgötvaði
ég, að holu stálrörin tvö, sem log-
soðin höfðu verið utan á stýrið,
voru að byrja að springa rétt niðri
við sjávarmál. Ég hafði aðeins siglt
i 12 daga, og eftir var líklega 168
daga sigling, og útbúnaðurinn var
þegar tekinn til að bila! Ég reyndi
að sefa ofsareiði mina, gekk að
rörunum aftur á og setti spýtur við
rörin sem spelkur. Síðan batt ég
spelkur þessar fastar með sterkum
færum. Þetta dugði um hrið, en ég
átti eftir að vinna þetta starf æ
ofan í æ alla leiðina.
Hið slæma veður vildi ekki lag-
ast. Auðvitað vildi ég nota stór-
seglið sem allra mest. Ég vildi hafa
það uppi eins lengi og tök væru
á eða þar til rétt áður en ofsa-
stormur skylli á. Þetta hafði það i
för með sér, að ég varð að ákveða
það skyndilega á broti úr sekúndu,
hvenær ég yrði að fella stórseglið.
Á þvi augnabliki yrði ég að stökkva
að siglutrénu, draga niður seglið
og kasta mér siðan á það til þess
að binda það, áður en stormin-
um tækist að rifa það i tætlur. Síð-
an yrði ég að klifra út á fokkurána
og draga upp fokkuna, þótt ég
gerði mér grein fyrir því, að strax
og storminn lægði, yrði ég að
draga stórseglið upp á nýjan leik.
Þetta var þrotlaus barátta. Sú
hugsun hvarflaði að mér, að tæk-
ist mér þetta, gæti ég þannig sann-
að, að maður á minum aldri er fær
i flestan sjó.
Mér miðaði hægt norðvestur á
bóginn með rykkjum og skrykkj-
um. Leiðin lá um 100 milum fyrir
sunnan Galapagoseyjarnar, sem eru
600 mílum fyrir vestan strönd
meginlandsins.
Smám saman tóku störfin um
borð á sig sína föstu mynd. Ég
neyddi huga minn til þess að starfa
til þess að hann skyldi ekki sljóvg'-
ast. Maður, sem lifir í einveru, verð-
ur að gera slíkt, því að öðrum kosti
verður hann alveg hjálparvana,
þegar þörf er á að taka skjóta á-
kvörðun. Ég söng gamla sjómanna-
söngva, fór með Ijóð, rifjaði upp-
hátt upp málsgreinar úr siglinga-
fræði Bowditchs. Ég velti ýmsum
vandamálum fyrir mér, reyndi að
finna upp betri aðferð til þess að
draga segl að hún og reyndi að
hugsa upp einhverjar endurbætur
á útbúnaði mínum og tækjum. Ég
reyndi að finna lausnirnar í öllum
smáatriðum. Ég gróf upp löngu
liðna atburði úr huga mér og leit-
aðist við að rifja þá upp i smæstu
smáatriðum, reyndi að skynja þá
í sem mestri dýpt, reyndi að minn-
ast lita ilms, hljóða, andlita og jafn-
vel orða þeirra, sem töluð voru.
TIAFIÐ TJMHVERFIS MIG
En lífið á flekanum bjó þrátl
fyrir allt yfir sínum dásemdum.
Það er bezt að fylgjast með fjöl-