Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 17

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 17
FUGLAfí Efíl! FUfíÐUVEfílí 15 verið algerlega ótrúlegt. Sem dæmi mætti nefna „Cooper“-haukinn. Þótt kornhæna, sem liann er að elta, láti sig skyndilega detta sem dauð væri úr aðeins 5—6 feta hæð niður í runna, er hann svo fljótur í ferðum, að áður en kornhænan skellur á runnunum, hefur haukur- inn skotið sér niður undir hana. Hann hvolfir sér leiftursnöggt, gríp- ur fallandi kornhænuna, snýr sér síðan aftur við með kornhænuna í klónum og þýtur síðan áfram án þess að hægja á sér eina sekúndu. Þegar spörhaukar fljúga á sinum mesta hraða og einhver hindrun verður skyndilega á vegi þeirra, skipta þeir svo skyndilega um stefnu, að slíkt er alveg ótrúlegt. Afríski örninn, sem steypir sér niður úr háloftunum á yfir 100 mílna hraða á klukkustund, heml- ar svo skyndilega með því að breiða úr vængjum og stéli, að slíkt virðist næstum óraunveru- legt. Það tekur hann aðeins 20 fet að stanza algerlega. Fuglinn tekur af sér högg í lend- ingu með fótum sínum. í þeim eru þrjú ósveigjanleg bein með liða- mótum, sem beygja í mismunandi átt. Þetta er liklcga stórkostlegasti fjöðrunarútbúnaður, sem Móðir Náttúra hefur fundið upp. Þegar karlfuglinn syngur til þess að lýsa yfir cignarétti sinum á vissu svæði og bjóða kvenfugli inn á það svæði, notar hann furðulegt raddtæki, sem kallað er „syrinx“. í „söngkassa" þessum er heinkennt band, og við það eru festar himnur, sem stjórnað er af mjög flóknum vöðvasamstæðum. Vöðvar þessir geta slríkkað eða slakað á himnum þessum af geysilegum næmleika, er fuglinn tjáir hugaræsingu sína með því að blása lol'tið kröftug- lega úr lungum sér. Vorsöngur fuglanna er undan- fari tilhugalífs, sem eðlishvöt þeirra beinist að. Þetta tilhugalíf fuglanna tekur oft á sig hinar furðulegustu myndir. Vepjurnar virðast keppa í nokkurs konar vængjablaki, trön- urnar dansa, skógarsnípan ílýgur hærra og hærra í sífelldum hringj- um og gefur frá sér ógleymanlegt ástarkall með því að láta loftið smjúga gegnum yfirvængfjaðrir sínar. Hreiður fugla eru ol't svo flókin og fullkomin að byggingu og allri gerð, að það er næstum ómögu- legt að trúa því, að slík leikni sé eðlislæg. En hún er það nú samt. Vísindamenn hafa nýlega sannað það, að fuglar halda þessari hæfni sinni í a. m. k. fimm kynslóðir, án þess að hið minnsta dragi úr henni, þótt þeir séu aldir upp við skil- yrði, þar sem ekki getur orðið um neina kennslu eldri kynslóðarinnar að ræða. Fjórar kynslóðir „vefara“ voru aldar upp við slík skilyrði, að fuglarnir sáu aldrei hreiður né efni, sem nota inætti til hreiður- gerðar. Síðan var fimmtu kynslóð- inni gefið frelsi. Og hinir ungu fuglar tóku strax til að byggja hin flóknu hreiður fyrirrennara sinna án nokkurs hiks og sýndu alveg jafnmikla leikni við hreiðurgerðina og þeir. Ungarnir í egginu hafa sérstaka bráðabirgða „eggtönn", sem Móðir Náttúra hefur gætt þá. Hana nota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.