Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
norður á bóginn, tók fagnandi
mannfjöldi á móti þeim í hverju
þorpinu á fætur öðru.
Og einmitt þegar öllum fór að
verða Ijóst, að lokasigurinn var að
nálgast, var endi bundinn á virka
herþjónustu Floru. Inflúensufarald-
ur tók nú skyndilega að geisa, og
fólkið hrundi niður. Flora fékk
snögglega ofsalega hitasótt, þegar
hún var stödd nálægt bænum Cu-
prija. í bænum var bráðabirgða-
sjúkrahús, en þegar Flora kom inn
í það, lá við, að það liði yfir hana.
Slíkur var daunninn þar inni.
Hundruð hermanna lágu þar i röð-
um á beru gólfinu. Sumir voru
þegar dánir, og ekkert var gert
fyrir þá, sem voru að dauða komn-
ir.
Flora var altekin hitasótt, en
hún vissi, að samt gat hún frekar
átt von á bata, ef hún legðist ekki
í sjúkrahús þetta. Til allrar ham-
ingju tókst henni að fá húsaskjól
á heimili einu þar i bænum. Þar var
hún í viku, og batnaði henni þar
smám saman vegna hjúkrunar
tveggja serbneskra kvenna, sem
sýndu henni mikla góðmennsku.
Styrkur hennar jókst nú smám
saman. Hún frétti ýmislegt miður
fallegt um bráðabirgðasjúkrahúsið
þar i bænum. Þar hrundu menn-
irnir niður sem flugur. Gríski lækn-
nirinn, sem stjórnaði sjúkrahúsinu,
var einskisnýtur og lét sig liðan
sjúklinganna engu skipta. Að lok-
um þoldi Flora ekki við. Hún þaut
fram úr rúminu, fór i einkennis-
húninginn og æddi til sjúkrahúss-
ins. Þegar hún kom þangað, náði
hún fundi gríska læknisins. Hann
sat við borð og hafði grúft andlit
í höndum sér. Hann var augsýni-
Iega í öngum sínum, en Flora vildi
ekki sýna honum neina samúð.
„Ástandið á þessu sjúkrahúsi er
til háborinnar skammar!“ hrópaði
hún. „Þegar ég kem til Belgrad,
ætla ég að gefa ýtarlega skýrslu um
það.“
Gríski læknirinn spratt á fætur.
Hann hrópaði móðursýkiskenndri
röddu, að hann væri sjálfur fár-
sjúkur maður, og hann hefði sára-
fátt aðstoðarfólk og varla nokkur
meðul né hjúkrunargögn. í ofsa-
bræði sagði hann við Floru, að
hún mætti gjarnan taka við yfir-
stjórn sjúkrahússins, ef hún héldi,
að hún gæti stjórnað þvi betur en
hann. Og er hann hafði þetta sagt,
strunsaði hann út og skellti hurð-
inni á eftir sér.
Þannig hafði Flora nú skyndi-
lega erft heilt sjúkrahús með 500
sjúklingum. Og hún tók nú til ó-
spilltra málanna við að lcippa öllu
í lag. Með hjálp nokkurra her-
manna og kvennahóps, sem ráðnar
voru til þess að lireinsa til, elda
og hjúkra, hafði henni brátt tekizt
að hreinsa sjúkrahúsið og sótt-
lireinsa það í hólf og gólf. Hún
snikti hrein rúmföt og rúm hjá
bæjarbúum og mat á bændabýlun-
um umhverfis bæinn. Viðbrögð
fólks voru svo stórkostleg, að þeg-
ar eftirlitsmaður sjúkrahúsa kom i
sjúkrahúsið þrem vikum síðar,
sagði hann Floru, að hann hefði
hvergi séð slíka gnægð matar á
nokkru öðru sjúkrahúsi i allri
Serbiu.
Síðdegis dag einn, er hún var