Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 104

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL norður á bóginn, tók fagnandi mannfjöldi á móti þeim í hverju þorpinu á fætur öðru. Og einmitt þegar öllum fór að verða Ijóst, að lokasigurinn var að nálgast, var endi bundinn á virka herþjónustu Floru. Inflúensufarald- ur tók nú skyndilega að geisa, og fólkið hrundi niður. Flora fékk snögglega ofsalega hitasótt, þegar hún var stödd nálægt bænum Cu- prija. í bænum var bráðabirgða- sjúkrahús, en þegar Flora kom inn í það, lá við, að það liði yfir hana. Slíkur var daunninn þar inni. Hundruð hermanna lágu þar i röð- um á beru gólfinu. Sumir voru þegar dánir, og ekkert var gert fyrir þá, sem voru að dauða komn- ir. Flora var altekin hitasótt, en hún vissi, að samt gat hún frekar átt von á bata, ef hún legðist ekki í sjúkrahús þetta. Til allrar ham- ingju tókst henni að fá húsaskjól á heimili einu þar i bænum. Þar var hún í viku, og batnaði henni þar smám saman vegna hjúkrunar tveggja serbneskra kvenna, sem sýndu henni mikla góðmennsku. Styrkur hennar jókst nú smám saman. Hún frétti ýmislegt miður fallegt um bráðabirgðasjúkrahúsið þar i bænum. Þar hrundu menn- irnir niður sem flugur. Gríski lækn- nirinn, sem stjórnaði sjúkrahúsinu, var einskisnýtur og lét sig liðan sjúklinganna engu skipta. Að lok- um þoldi Flora ekki við. Hún þaut fram úr rúminu, fór i einkennis- húninginn og æddi til sjúkrahúss- ins. Þegar hún kom þangað, náði hún fundi gríska læknisins. Hann sat við borð og hafði grúft andlit í höndum sér. Hann var augsýni- Iega í öngum sínum, en Flora vildi ekki sýna honum neina samúð. „Ástandið á þessu sjúkrahúsi er til háborinnar skammar!“ hrópaði hún. „Þegar ég kem til Belgrad, ætla ég að gefa ýtarlega skýrslu um það.“ Gríski læknirinn spratt á fætur. Hann hrópaði móðursýkiskenndri röddu, að hann væri sjálfur fár- sjúkur maður, og hann hefði sára- fátt aðstoðarfólk og varla nokkur meðul né hjúkrunargögn. í ofsa- bræði sagði hann við Floru, að hún mætti gjarnan taka við yfir- stjórn sjúkrahússins, ef hún héldi, að hún gæti stjórnað þvi betur en hann. Og er hann hafði þetta sagt, strunsaði hann út og skellti hurð- inni á eftir sér. Þannig hafði Flora nú skyndi- lega erft heilt sjúkrahús með 500 sjúklingum. Og hún tók nú til ó- spilltra málanna við að lcippa öllu í lag. Með hjálp nokkurra her- manna og kvennahóps, sem ráðnar voru til þess að lireinsa til, elda og hjúkra, hafði henni brátt tekizt að hreinsa sjúkrahúsið og sótt- lireinsa það í hólf og gólf. Hún snikti hrein rúmföt og rúm hjá bæjarbúum og mat á bændabýlun- um umhverfis bæinn. Viðbrögð fólks voru svo stórkostleg, að þeg- ar eftirlitsmaður sjúkrahúsa kom i sjúkrahúsið þrem vikum síðar, sagði hann Floru, að hann hefði hvergi séð slíka gnægð matar á nokkru öðru sjúkrahúsi i allri Serbiu. Síðdegis dag einn, er hún var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.