Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 82

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 82
80 fylgdist hún ineð lotningu með því, hvernig serbneski herinn stóðst á- sókn hins volduga austurríska-ung- verska hers og sneri síðan vörn- inni upp í sókn líkt og fyrir krafta- verk, þvi að serbneski herinn fékk mjög litla hjálp frá hinum fjarlægu bandamönnum sínum og átti fátt að vopnum nema ótrúlegt hugrekki. En siðan hafði ógnvænlegri óvinur farið sem logi yfir akur um ger- vallt landið, ráðizt jafnt á óbreytta borgara sem hermenn og drepið 4 af hverjum 5 fórnardýrum sínum. Óvinur þessi var taugaveikin. Flora hafði sjálf veikzt af henni, á með- an hún vann í sjúkrahúsi í Valjevo, og hafði hún þá verið send heim til Englands. Henni liafði batnað, en hún Iiafði sýkzt svo af serbneska sjúkdómn- um, að hún mátti heita ólæknandi: því að nú var hún farin að elska Serbíu og serbnesku þjóðina. Því hafði hún snúið aftur til Serbíu, og í þetta skipti hafði henni tekizt að komast á vígstöðvarnar, þrátt fyrir mótmæli brezka ræðismanns- ins, og þar hafði hún gengið i serbneska herinn. Fiora var ekki send tafarlaust til hersveitar á sjálfum vígstöðvun- um, heldur var henni fengið starf í aðalstöðvun hersveitarinnar. Og voru henni veitt þar tvenns konar forréttindi umfram óbreytta serbn- eska hermenn. Hún fékk hvíta hryssu til reiðar, og var hún gjöf frá Militch ofursta, og Inin féklc einnig jijón. Var það lágvaxinn maður, Dragutin að nafni, líkast- ur dverg. Og hann sýndi strax dá- samlega ráðsnilld og bragðvísi við ÚRVAL öflun matvæla og' annarra nauð- synja. Fyrsta „íbúðin“, sem Dragutin útevgaði henni, var hesthús. Nokkr- um augnablikum eftir að Flora var stigin inn í íbúðina var liarið þar að dyrum. Þetta var hr. Greig', brezki ræðismaðurinn, og hafði hann nú leitað hana uppi til þess að kveðja hana. Hann gerði enn eina tilraun til þess að fá hana til þess að yfirgefa vígstöðvarnar, en að lokum skildi liann, að allt kæmi fyrir ekki, og óskaði lienni því að skilnaði alls hins bezta. „Ég kom með nokkra hluti handa yður,“ sagði hann og benti á kassa af vindlingum, annan af sultukrukk- um og þann þriðja, sem var fullur af balaclavauliarhjálmum. „Ég vona, að þér getið notað þetta,“ sagði hann. Þegar Flora ræddi um það við Pesitch yfirforingja, yfirmann her- sveitarinnar þann daginn, hvernig bezt væri að dreifa þessum mun- aðarvarningi, bar hann fram þá hugmynd, að 4. liðsflokkurinn myndi áreiðanlega þiggja þetta með þökkum. Þeir hermenn höfðu ný- lega verið kallaðir úr fremstu víg- línunni til stuttrar hvíldar, og þeir höfðu átt þar mjög erfiða daga. Hann sagðist vera að fara til þeirra í liðskönnun og skyldi hann sýna henni herbúðir þeirra. Eftir að hafa riðið tveggja mílna leið, komu þau að röðum tjalda, sem þakin voru snjó. Víða höfðu hermennirnir kveikt bál úr trjá- greinum og spreki. Pesitch yfirfor- ingi stanzaði við eld, þar sem þrír liðsforingjar voru að orna sér. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.