Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 89
INDÆLI LIÐÞJÁLFINN
87
sig í skothríðinni?“ spurði liann.
Miladin svaraði því til, að hún
hefði staðið sig sem þaulreyndur
hermaður.
„Og mennirnir,“ hélt Jovitch á-
fram. „Hvernig tóku þeir nærveru
hennar?“ Hann furðaði sig á svari
liðþjálfans.
„Þeir voru stoltir yfir, að hún
skyldi dveljast á meðal þeirra,“
sagði hann. Miladin bætti því jafn-
vel við, að mennirnir hefðu hróp-
að til liinna liðsflokkanna og hælzt
um yfir því, að enska konan bcrð-
ist með þeirra liðsflokki. vegna
|iess að hann væri augsýnilega sá
bezti i öllum hernum.
Jovitch gerði sér nú strax grein
fyrir jiví, að honum hafði skjátl-
azt, cr h?nn dæmdi þessa ungu,
einkennilegu konu án þess að
þekkja nokkuð til hennar. Nú gerði
hann sér grein fyrir þýðingu
hennar. Hann skynjaði það, hversu
siðferðilegur baráttustyrkur her-
mannanna jókst við nærveru henn-
ar, og að slíkt var miklu meira
virði en hver þau vandræði, scm
orsaksst kynnu af nærveru hennar.
Þar að auki varð hann að viður-
kenna, að heita mátti, að hún hefði
verið eins dugleg að klífa fjalls-
tindinn og hinir hermennirnir. Hún
hafði ckki þarfnast mikillar hjálp-
ar. Er Jovitch hugsaði til þess erf-
iða og ömurlega undanhalds, sem
jieir áttu cnn fyrir höndum, gerði
hann sér grein fyrir því, að Flora
gæti gætt þessa ömurlegu göngu
þeirra lífi og glaðværð, sem gæti
reynzt mönnum hans ómetanleg.
Er Miladin hafði lokið skýrshi
sinni, gekk Jovitch að rjóðrinu,
sem Flora hafði komið sér fyrir
i. í rauðleitum bjarma eldanna gat
Flora séð hörkulegan, liugsandi
svip hans, sem dreginn var dökk-
um skuggalinum í flöktandi bjarm-
anum.
„Mér hefur borizt góður vitnis-
burður um þig,“ sagði hann alvar-
lega. „Vildirðu kannske ganga i 4.
liðsflokkinn á formlegan hátt? Þú
yrðir í undirdeild Miladins lið-
þjálfa."
Flora reis undrandi upp. í fyrstu
liélt hún, að hann væri að gera að
gamni sínu. En nú hélt hann áfram
máli sínn, og það var augsýnilegt.
að honum var fyllsta alvara. „Við
myndum leyfa þér að halda þjónin-
um þínum og hryssunni," sagði
hann. „Að öðru leyti værirðu bara
óbreyttur hermaður og yrðir að
sætta þig við sama skortinn, sömu
erfiðleikana og hætturnar og við
hinir. Frtu þessu samþykk?"
Samþykk! Að gerast liðsmaður
í bardagaflokki í beztu hersveit
serbneska hersins var slíkur heið-
ur, að hana hafði aldrei dreymt,
að henni gæti hlotnazt hann. Hún
sagði það við Jovitch.
„Gott,“ sagði hann. „Þá er það
ákveðið.“
Flora lagðist aftur á grenibeð
sinn sem lömuð af gleði og starði
upp til stjarnanna. Fftir nokkurn
tíma kom Vukoye unclirliðsforingi
til hennar og spurði liana, um
hvað hún væri að hugsa. Hún
skráði svarið í dagbókina sína:
„Ég sagði honum, að þegar ég
væri orðin gömul og farin og yrði
að halda mig innan dyra og gæti
ekki farið ferða minna að vild,