Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 28
26
stríðstímanum, i þýzkum herfanga-
búðum.
Eitt svipað fall átti sér stað að-
faranótt þ. 23. marz árið 1944. Það
var 18.000 fet og „sígilt" dæmi um
slík heljarföll. Nick Alkemade,
afturskotliði í brezkri Lancaster-
sprengjuflugvél, hafði tekið þátt í
næturárás á Berlín. Þegar flugvél-
in var stödd yfir Ruhrdalnum á
leiðinni heim, réðist þj'zk nætur-
orrustuflugvél á hana og tókst að-
eyðileggja vinstri væng brezku
flugvélarinnar með skothríð sinni.
„Stökkvið! Stökkvið!“ hrópaði
flugstjórinn í hátalarann. „Flug-
vélin lætur ekki lengur að stjórn.“
Nick reyndi að grípa fallhlíf-
ina sína, en hún stóð i Ijósum loga.
Hann reyndi að slökkva eldinn,
en hann hlaut við það slæm bruna-
sár á úlnliðunum. Og gúmsúrefn-
isgríman, sem hann bar, var tekin
að bráðna. Síðan kviknaði i föt-
um hans.
„Það er betra að hrapa til bana
en að stikna lifandi," hugsaði Nick
með sjálfum sér. Hann kastaði sér
svo aftur á bak út í loftið. Hann
hrapaði beint niður með höfuðið
á undan. Hann fann aðeins blíðlega
golu gæla við sig. Það var allt og
sumt. Næturloftið var dimmt og
svalt, næstum blessun eflir viti
loganna. Og minningarnar frá lið-
inni ævi ásóttu hann alls ekki. Hann
átti aðeins eina ósk. Hann vildi
ekki sjá sjálf endalokin. Og því
leit liann ekki til jarðar. Og þann-
ig lauk hann ferðinni.
Fjórum tímum siðar sló þýzkur
Gestopomaður svipuskafti sínu ó-
þolinmóðlega i borðið og sagði við
ÚRVAL
Alkemade: „Við skjótum þig sem
njósnara.“
Nick stóð þarna berfættur fyrir
framan skrifboi’ð hans, í brunnum
fötum, en lifandi og næstum ó-
meiddur að fráskildum tognuðum
fæti. Iíann sagði bara: „En ég hef
sagt sannleikann.“
„Ég spyr þig aftur: Hvar grófstu
fallhlífina?“ spurði nazistinn hann.
„Sko, ég er ekki að reyna að
leyna ykkur neinu. Ég kom niður
i trjákrónu. Trén björguðu lífi
mínu,“ sagði Nnck í örvæntingu.
„Og lika snjórinn. Það er mjög
djúpur snjór, þar sem ég kom til
jarðar.“
Er hér var komið yfirheyrslunni,
barst orðsending þess efnis, að
Lancastersprengjuflugvél hefði
hrapað til jarðar i 20 milna fjar-
lægð og hefðu fundizt fjögur lík
áhafnarinnar, en einn manninn
vantaði. Síðan var komið með
brunnar leifarnar af fallhlíf Alke-
made. „Settu hana á þig,“ sagði
þýzki liðsforinginn.
Nick hlýddi. Og fallhlifin var ná-
kvæmlega mátuleg fyrir hann.
Þjóðverjinn tók söguna góða og-
gilda. Eftir frekari yfirheyrslur
fór hann sjálfur með Alkemade til
herfangabúða nr. 200 og lét hann
segja yfirvöldunum þar sögu sína
á nýjan leik. Siðan fékk Nick yfir-
lýsingu frá ensku föngunum þar,
sem staðfesti, að saga hans væri
sönn.
En ævintýrum Alkemade lauk
ekki í þessum herfangabúðum. Eft-
ir stríð fékk hann starf í efnaverk-
smiðju. Dag nokkurn sprakk leiðsla,
og brennisteinssýra spýttist yfir