Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 46
44
URVAL
ofurlítið af ilmvatninu á úlnliðinn
og þefa af því við og við í nokkr-
ar klukkustundir. Þegar hún hefur
fundið eitt, sem henni fellur vel
og sém heldur þægilegri angan
sinni óbreyttri á húðinni i fjórar
Jdukkustundir, er óhætt að kaupa
litið eitt af þvi og nota það um
tíma.
Nú þegar ilmefnanotkunin er
orðin svona gífurleg hjá kvenþjóð-
inni, eru framleiðendurnir farnir
að lita löngunarfullum augum til
karlmannanna. Margir eru nú vaxn-
ir upp úr gamla rakáburðinum og
farnir að nota Kölnarvatn, og yngri
kynslóðin er farin að hneigjast
meira að blómailm og nýtízku
aldehydum í stað liins venjulega
þefs af hnakkleðri, vínanda og
sitrónuolíu.
Sú kenning er jafnvel komin á
kreik, að konum falli vel að finna
góðan ilm af karlmönnum. Til þess
að sanna þetta, notaði auglýsinga-
stjóri einn tækifærið nýlega, er
hann var staddur í boði, og bar í
andlit sér Shalmiar-ilmvatn hús-
móðurinnar, og spurði alla við-
stadda, hvernig þeim líkaði þetta
nýja Kölnarvatn fyrir karlmenn.
Allir létu i ljós velþóknun sína, og
hver einasta kona spurði hvenær
og hvar hún gæti fengið þetta ilm-
vatn keypt handa manninum sín-
um. Auglýsingamaðurinn bjó í
skyndi til eitthvert nafn á það, og
nefndi það Alerte — og takið þetta
sem viðvörun. Komi ilmvatnsfram-
leiðendur fram vilja sínum, mun
ekki líða á löngu, þar til hver
einasti kvenmaður og karlmaður,
sem þú þekkir, angar af guðdóm-
legu ilmvatni.
Við höfðum búið i Kaliforniu um tíma, en svo fékk maðurinn minn
stöðu í útibúi fyrirtækisins i Chicago. Áður en við stigum upp í flug-
vélina, réttu nágrannar okkar krökkunum okkar þrem pakka, sem
þau máttu ekki opna, fyrr en flugvélin væri búin að vera klukku-
stund á flugi. Vildu nágrannarnir þannig tryggja, að þau hefðu eitthvað
sér til dægrastyttingar síðari hluta leiðarinnar. E’n krakkarnir brunnu
áf förvitni og voru stöðugt að spyrja um, hvað tímanum liði. Flug-
þernan heyrði t.il þeirra, og svo sögðu þau henni frá kassanum.
Hún var í þann veginn að halda leiðar sinnar, þegar henni datt skyndi-
lega. eitthvað nýtt í hug. Hún hallaði sér niður að mér og sagði lágt:
„Ég vona bara, að nágrönnunum hafi geðjazt að börnunum yðar.“
Frú John B. Pattison
Maður getur alltaf komið húsbónda sínum á óvart með því að kaupa
blóm handa honum, þegar maður er á leið heim úr vinnunni.
Skilgreining slæmrar samvizku: Samvizka, sem gegnir skyldu sinni
George MacDonald