Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 99

Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 99
INDÆLl LIÐÞJÁLFINN !)7 myndu verja hverja mílu lands af hlnni mestu hörku. Flora vissi, að í framlínunni, sem lá eftir éndilöngum norðurlandamærum Grikklands, voru 5 herdeildir frá Bretlandi og 4 frá Frakklandi til varnar. Serbarnir höfðu tekið að sér vörn vinstri fylkingararmsins, og 2. hersveitin, hersveit Floru, átti að reka Búlgara frá hverjum fjallstindinum á fætur öðrum, þangað til búið væri að taka bæ- inn Monastir. Annan dag sóknarinnar lenti 4. liðsflokkurinn i ákafri stórskota- iiríð Búlgaranna, og næstu vikurn- ar einkenndist líf Floru af martröð ófriðarins. Mennirnir börðust næst- um hvildarlaust, vörðust gagnsókn- unj, börðust um hvern metra lands og' guldu geysilegt afhroð. Nánasti félagi Floru þessar hræðilegu vikur var Janachco Jo- vit'ch. Hún skrifaði næstum dag hvérn nokkrar línur i dagbókina sína vináttutengsli þeirra, er urðu sífellt nánari: „Janachco vakti mig klukkan (i. f. b. Yndisleg tungl- skinsnótt.... J. borðaði kvöldmat með mér. . . . Sama tcppið skvldi okkur Janachco í nótt.“ ■ Þau skynjuðu, að þau höfðu feng- iðást livort á öðru, en þcirri skynj- li'n fylgdi einnig vanmáttka von- leýsi. Liðþjálfi og liðsforingi gátu ekld orðið opinberlega ástfangnir hvor af öðrnm. En er haustið nálg- aðist og næturnar urðu kaldari, fundu þau til þarfar til nærveru hvors annars við bálið og að finna fullvissu um það hvort hjá öðru, að cinhvers staðar handan stór- skotahríðarinnar og sprengjuhvell- anna dyldist von um nýtt líf. Nótt eina tilkynnti Jovitch henni, að leiðir þeirra yrðu nú að skilja að sinni. 3. liðsflokkurinn hafði misst tvo helztu yfirmenn sína síð- ustu tvo dagana. Hann átti að taka að sér yfirstjórn hans, þangað til hægt væri að útnefna annan til þessa starfa. Flora reyndi að taka þessu rólega, en henni hnykkti við, er luin skynjaði viðbrögð Miladins við fréttum þessum. „Það hvíla ill álög á 3. liðs- fIokknum,“ sagði hann þungbúinn. „Þeim er ekki lagið að halda hlífi- skildi yfir foringjum sínum i þeim flokki.“ Flora hugsaði til þéssara orða Miladins í dögun þ. 17. október. Hún var að verja vissan blett í fremstu viglínu ásamt þeim Mila- din, Dragulin og Mirko, þegar þau fengu þær fréttir, að 3. liðsflokk- ur myndi fara þar fram hjá á leið sinni fram fyrir víglínuna. Skyndi- lega heyrði Flora, að einhver kall- aði „psst“ fyrir aftan hana. Þetta var uppáhaldskallmerki Jovitch, og augnabliki síðar liafði hann skriðið alla leið til hennar. „Þú verður að fara varlega,“ hvíslaði Iiún, og svo sagði hún honum frá því, sem Miladin hafði skýrt henni frá. Jovitch lyfti brún- um og þóttist mjög hissa. Hann, varkár? Vissulega vissi hún, að enginn var varkárari en hann. Svo þrýsti hann handlegg hennar, brosti að skilnaði og hvarf skyndi- lega. Tveim stundum síðar heyrði Flora liljóð, sem hafði þau áhrif, að hún fann óttann hrislast um sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.