Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
litsgerðir frændþjóða okkar og
notfæri sér þær eftir því sem
henta þykir. Ótaímargt þarf þó
tvímælalaust að aðhæfa islenzkum
aðstæðum auk þess sem sumt hlýtur
að vera á allt annan veg en hjá
frændþjóðum okkar. Að þessu og
mörgu öðru athuguðu teljum við að
hér verði um svo mikið verk að
ræða, að það verði aldrei leyst á
viðunandi hátt, nema nefndinni
verði fengnir til aðstoðar 1—2
menn, sem eingöngu helgi sig þessu
verkefni og þeim verði ætluð eitt
til tvö ár til þess. Tíminn, sem lið-
ið hefur frá skipun menntaskóla-
nefndarinnar, hefur varla verið
notaður sem skyldi. Hefur nefnd-
in látið gera áætlun um nemenda-
fjölda skólanna næstu áratugina?
Eða um kennarafjöldann? Hefur
hún kynnt sér, hversu stórar megi
ætla að bekkjardeildirnar verði?
Hvaða skólar aðrir en menntaskól-
ar megi ætla að verði fyrir nem-
endur sama aldurs á næstu áratug-
um? Slíkar athuganir liljóta að
vera alltímafrekar en nauðsynlegar
fyrir væntanlega endurskoðun
menntaskólanámsins. Því teljum við
óhjákvæmilegt að sjá menntaskóla-
nefndinni fyrir góðum starfskröft-
um. Kostnaður af sliku starfi verð-
ur samt varla nema lítill hluti af
ílúverandi rekstrarkostnaði menntn-
skólanna.
!). Lokaorð.
í þessari grein liöfum við rætt
hin ýmsu vandamál íslenzkra
menntaskóla. Við höfum leitazt við
að sýna fram á, að mjög mikið
vanti á að þeir uppfylli þær kröf-
ur, sem nútimaþjóðfélag gerir til
slíkra skóla og teljum, að til stór-
vandræða horfi um þessi mál, verði
ekki skjótt brugðið við.
f þvi sambandi er vert að minna
á að skólar, menntaskólar sem aðr-
ir, hafa þvi hlutverki að gegna að
búa nemendur sína undir lífið.
Þeir þurfa því að fullnægja kröf-
um — ekki samtiðarinnar, heldur
framtíðarinnar, væntanlegs starfs-
tíma nemenda sinna. Fyrr meir,
meðan þjóðfélags- og tækniþróunin
var hæg, var ekki mikill munur
á jiessu tvennu, kröfum dagsins í
dag og morgundagsins til skóla-
kerfisins. En liinn mikli og ört
vaxandi liraði þróunarinnar nú á
tímum gerbreytir þessu atriði og
skólakerfunum í öllum þróuðum
löndum er með þessu lagður mikill
vandi á herðar. Það er vafasamt
að til sé nokkurt það þjóðfélags-
svið þar s'em þörfin á skipulagn-
ingu til lang's tíma, framsýni og
sívaxandi yfirsýn er brýnni en
einmitt skólamálin og fræðslukerf-
ið.
Það er von okkar, að skipun
menntaskólanefndarinnar muni
marka stefnubreytingu hjá fræðslu-
yfirvöldunum. Þó teljum við, að
þessi nefnd verði að vinna hraðar
framvegis en hingað til. Við vilj-
um að lokum benda á, að mál
verða varla leidd til lykta á far-
sælan hátt, nema sem flestir há-
skólamenntaðir menn láti þau sig
nokkru skipta og leggi eitthvað
af mörkum til lausnar þeim.