Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 84
82
ÚHVAL
og brezkar herdeildir hafa þegar
gengið á land í Saloniki," sagSi
hún, „og þær hafa veriö að berj-
ast síðustu tvær vikurnar til þess
að reyna að ná sambandi viS 1.
serbneska herinn.“
Þetta svar hennar varS til þess
aS æsa liösforingjann enn meira
upp. Hann reis á fætur og gnæfSi
yfir hana. Hann baðaði ofsalega út
handleggjunum. „Við viljum ekki
láta aðra berjast fyrir okkur,"
sagði liann. „Við viljum ekki annað
en byssur og skotfæri. Hefðum við
einhver vopn til þess að berjast
með, myndum við sækja fram í
stað þess að láta reka okkur út úr
okkar eigin landi.“
„ViS sigruðum Búlgara einu
sinni,“ hélt hann áfram og æddi
fram og aftur reiðilegur á svip.
„Nú munu þeir hefna sín með
brennum, ránum og drápum. Og
meðan við sitjum umhverfis þetta
bál, er verið að svívirða eiginkonur
okkar, mæSur og unnustur og' taka
feður okkar og syni af lífi. .. .“
Þes.si tilhugsun yfirbugaði hann.
Hann þagnaði í miðri setningu
og settist. Skyndilega fann Flora
til löngunar til þess aS hugga hann,
rétt út höndina og snetra hann.
En þá kom Pesitch yfirforingi
til þeirra til þess að fylgja Floru
aftur íil aðalstöðvanna. Hann fann
átökin á milli jjeirra, og þegar þau
voru komin af stað til herbúð-
anna, spurði hann Flóru i þaula,
þar til hún sagði honum að lokum
frá deilu þeirra Jovitch.
„Jovitch liðsforingi er uppreisn-
armaður,“ sagði Pesitch yfirforingi,
„uppreisnarmaður, sem hefur of-
stækisfulla trú á framtíð Serbíu.
Þegar tyrkneska stríSið hófst, gelck
liann í serbneska herinn og gerðist
óbreyttur hermaður. Og innan
þriggja ára var hann orðinn liðs-
foringi af fyrstu gráðu, en í serb-
neska hernum táknar slíkt, að hann
sé alveg sérstakur hermaður."
Yfirforinginn þagnaði snöggvast
og hélt síðan áfram: „Okkur gömlu
skröggunum hættir smám saman
til þess að missa hinn eldlega á-
huga, en því er ekki þannig farið
með Janachko. Því verr sem allt
gengur, þeim mun ofsalegri verður
áhugi hans.“
Hann leit á hana, er hann sagði
þetta. Og hún vissi, að liann var
að reyna á sinn föðurlega hótt að
bera fram afsakanir fyrir ofsa eins
af undirmönnum sinum.
Nokkrum dögum eftir að fundum
þeirra Jovitch og Floru hafði bor-
ið saman, varð hún sjálf orðin full-
gildur þátttakandi í harmleik, scm
var algerlega einstæður í sögu
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Nú
lék ekki lengur vafi á því, að á-
kvörðun hafði verið tekin um, að
serbneski lierinn hörfaði inn í
Albaníu og héldi yfir hana i átt til
sjávar. Framsókn óvinanna varð
öflugri, og nú streymdu þúsundir
flóttamanna í áttina til fjallaskarð-
anna, ákveðnir i að flýja heldur
en að lifa undir harðstjórn.
Margir hinna veikbyggðari þeirra
á meðal megnuðu ekki að halda
áfram. Er Flora nálgaðist serbn-
ensku landamærin með 2. hersveit-
inni, sá luin lík barna og gamal-
menna í hrönnum við vegarbrún-
ina, og hafði fólk þetta gefizt upp.