Úrval - 01.01.1965, Page 33

Úrval - 01.01.1965, Page 33
LÍF ÁN IiENNAR 31 lagðir inn i banka og fengju að vera þar kyrrir. Debby gat nú leikið á píanó, vegna þess að Janet þvertók fyrir það að leyfa henni að hætta í timum, eftir að ég hafði talið hana á að leyfa báðum hinum börnunum að hætta. Og minningarnar streymdu fram í huga mér, minningar um flutn- ingadaga, þegar hún hafði unnið tímunum saman með flutninga- verkamönnunum og snúið sér svo að því með leifturhraða að útbúa kvöldmatinn, þótt allt væri á rúi og stúi, vegna þess að fjölskyldan bjóst við slíku sem sjálfsögðum hlut. Ég minntist kvöldsins, þegar við sátum hljóðlát saman í rökkrinu og hún sagði við mig: „Hvers vegna hættirðu ekki i vinnunni?“ Ég varð að þvinga sjálfan mig til þess að halda áfram starfi mínu, án þess að nokkur vissi það — að þvi að ég hélt, vinnu, sem mér féll alls ekki við, en átti ekki heit- ari ósk en þá að reyna að hafa ofan af fyrir mér með ritstörfum. Hún vissi um þetta, og hún gerði inér auðvelt að taka þessa ákvörð- un, einmitt á því augnabliki, þegar flestu kvenfólki hefði þótt það ó- hugsandi að kasta frá sér föstum vikulaunum. Janet hafði aðeins lokið gagn- fræðaskólaprófi, en hún var miklu betur menntuð en flestir stúdent- ar, vegna þess að lestrarfýsn henn- ar og forvitni var óseðjandi. Það var Janet, sem gat sjálf hrist höfuð- ið yfir því, er tilfinningarnar hlupu með hana í gönur og vegið og metið eigin gerðir af fullkomn- um heiðarleika, þannig að allt sner- ist á betri veg að lokum. Það var Janet, sem gat barizt sem ljón, þeg- ar henni fannst einhver kunningi eða vinur verða fyrir slæmri með- ferð á einhvern hátt. Og siðasta spölinn til sjúkra- hússins sagði ég við sjálfan mig, að það vær óhugsandi, að samvist- ir okkar væru á enda. Við áttum enn of mörg góð ár eftir með börn- um okkar til þess, að slíkt væri hugsanlegt. Við áttum eftir að fara í svo margar ferðir, sem við höfð- um skipulagt, en ekki komizt i enn þá. Kannske myndi ég einhvern tíma hefja þetta kennarastarf, sem ég hafði lengi verið að hugsa um. Allt þetta, sem við áttum eftir ó- gert, var hluti af sjálfu lífinu — ekki dauðanum. Það var nauðsyn- legt að deila þessu með einhverj- um, til þess að það fengi eitthvert inntak, eitthvert markmið. 1 sjúkrahúsinu sagði konan á skrifstofunni við mig: „Þér skuluð fara í slysavarðstofuna. Farið nið- ur þennan gang, alveg út á enda og snúið svo til hægri.“ Við enda gangsins voru stórar glerhurðir, sem lágu að breiðu anddyri. Orðið „Slysavarðstofa" var málað á hvíta veggina ógnvæn- lega rauðum stöfum. Þarna var um hálf tylft hurða. Fyrir innan næst fyrstu hurðina gat ég rétt aðeins komið auga á endann á skoðunar- borði og fætur, sem klæddir voru brúnum síðbuxum. Janet hafði einmitt verið i brúnum siðbuxum, þegar hún fór að heiman. Ég lok- aði snöggvast augunum, dró djúpt að mér andann og gekk inn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.