Ný sumargjöf - 01.01.1861, Qupperneq 22
22
gera það af eiri nieð miklum hagleik, og hugðist viss um,
að hún mundi ekkert afkvæmi eignast. En rifur voru á
jarðhússþakinu og fór Seifur þar niður í gegn í gullregni
til kóngsdótturinnar, þarsem hún sateinmana. Gat Seifur
barn við henni og ól hún skömmu síðar sveininn Perseif.
Faðir hennar hafði vandlega gætur á og gat þetta
ekki dulizt honum. Varð hann nú næsta hræddur um lif
sitt og réði það af, að fyrirfara bæði móðurinni og barninu.
Lét hann þau bæði í örk eina og hratl þeim útá sjó, og
var það ætlun lians, að þau mundu tortýnast. En sjáfar-
dísirnar báru örkina til Serifoseyjar; var þeim mæðginum
tekið þar með blíðu af manni, er Diktys hét; hann var
bróðir Polydektesar, sem var konúngur þar á eynni.
Diktys tók mesta ástfóstri við sveininn og fór í alla
staði með hann, einsog son sinn, enda varð ekki fóstrið
varlaunað, því Perseifur gerðist hraustur maður og hug-
prúður, og bar lángt af hinum öðrum únglingum, er með
Polydektes voru.
Einusinni beiddi konúngur menn sína tillags til brúð-
gjafar sinnar, því hann ætlaði að drekka bnillaup til fest-
armeyjar sinnar. Kom þá hver með sina gjöf, nema
Perseifur, hann átti ekkert til að gefa. En er hann sætti
ámælum fyrir, tók hann þannig til málsr»v„Eg á ekkert,
• konúngur, nema hugdjarft hjarta og sterkan arm; er eg
fús til að duga þér með hvoru tveggja og afla þér hvers,
sem vera skal, og þó Medúsu höfuð væri.“ Konúngur
kvað ekki vert að hrinda slíkri gjöf og þann, sem færði
honum hana, sagðist hann skyldu kalla beztan vin sinn
og mestan fullhuga allra dauðlegra manna. Perseifur
vissi, að hann hafði færzt' mikið í fáng; liann vissi að