Ný sumargjöf - 01.01.1861, Síða 47
47
meira lagi hark og glymjandi. Tubal sat uppi á lopti og saung,
en Tubalkain satniðrioghamraði; uppi þaut vindbelgur orgelsins,
en aflinn fyrir neðan, pípur og bumbur heyrðust í öðrum staðnum,
en hamarshögg og þjalarhljóð í hinum. Syndarinn, sem biðst
fyrir, er ekki óáþekkur slíku húsi. Hið efra, á vörunum, hljóma
lofsaungvar guði til dýrðar, en hið neðra, í hjartanu, skurkar
syndin með öllum sínum tólum og tækjum.
Hirðmaðurinn ber hunáng á túngunni, en eitur í hjartanu.
Hann er líkur vísirnum á sumum klukkum, sem öðrumegin er
einsog hjarta í laginu en hinumegin einsog ör.
Maður spurði Aristoteles, á hverju mætti marka, að bók væri
vel samin. Aristoteles svaraði á þessa leið; „í>egar höfundurinn
segir allt það, sem við á, fiegar hann segir ekkert, nema það,
sem við á, og þegar hann segir það á þann hátt, sem við á.“
Sumir málafærslumenn fara líkt að og úlfaldar, þeir grugga
upp vatnið, áður en J>eir drekka af J>ví.
Nógir eru vinirnir, en þeir eru einsog sólskífa, sem ekki
gerir gagn lengur en sólin er á lopti. Nógir eru vinirnir, en
þeir eru einsog blóðsugurnar, sem loða ekki lengur við en
þángaðtil þær hafa sogið sig saddar.
Athygli er eyranu til meiri prýði en eyrnagull; ölmusa
er höndinni til meirr prýði, en armbaugar.