Ný sumargjöf - 01.01.1861, Síða 48
48
ELDGOS VESUVIUSAR AR 79 EPTIR HINGAÐBURÐ
KRISTS.
Vesuvius gnæfir á vesturströnd Suður Vallands og er
3,700 feta hár yfir sjáfarmál. Mænir hann á sléttlendi
við sjó fram og liggur sældarlandið Kampania í útnorðri,
en til útsuðurs blasir Napolivikin dimmblá, sem Eorn-
grikkir kölluðu wkrater“, þvi þeim þókti vogurinn með
ströndunum skrúðgrænum vera áþekkur blómkrýndu vín-
keri. Fyrir utan víkina eru eyjar tvær fagrar mjög, Kapri
og Isíhia, þær eru klettóltar og rísa upp úr hafinu einsog
dyrasúlur, sín á hverja hönd við innsiglínguna. Og yfir
þessu inndæla héraði, yfir flöllum og sléltlendi, láði og
legi Ijómar hið suðræna himinhvolf, sólbjart og heiðríkt
og sjaldan sem aldrei skýjuin liulið.
það er einsog himininn, jörðin og sjórinn hafi kepzt
við, að hlaða hinu bezta skarti sínu á sveit þessa og hefir
hún bæði fyrr og síðar þókt svo fógur, að hún vel mætti
nefnast ímynd ódáinslandsins, einsog hinn forni heimur
hugsaði sér það :
þar lifa lifi
Lofða kindir
Unaðs fullu
Alla daga.
Hvorki snjór þar
Né snarpir vindar,
Né kaldar koma
Krapa skúrir
Sendir þar heimshaf
það, er hverfur um jörð,