Ný sumargjöf - 01.01.1861, Síða 60
60
unum, og rauk hún suudur i smáagnir, er hún datt til
jarðar. „þetta var faðir minn,“ kallaði Ahasverus og
fleygði þvínæst sjö öðrum hauskúpum og meðan þær ultu
niður af einni snösinni á aðra, horfði G.vðingurinn
eptir þeim með dauðalegu augnaráði og sagði: „þetta voru
konur inínar“. — Svona fleygði hann hverri hauskúpunni
eptir aðra og æpti ógurlega: „þetta voru börn mín. þau
gátu dáið, en eg útskúfað afhrak get ekki losast við lífið.
Skelfilegur er sá dómur, sem yfir mér vofir.“
„Jerusalem hrundi til grunna; — eg rotaði brjóstmylk-
ínginn og fleygði mér í eldana. Eg bölfaði Rómverjum —
en hin eilífa formælíng hélt mér föslum — eg gat
ekki dáið.“
„Hin tröllaukna Rómaborg varð að velli lögð — eg
lagðist undir hrynjandi st.vttu, — hún datt og drap mig
ekki. Eg sá kynslóðir fæðast og deyja, en eg sat einn
eptir og gat ekki dáið. Eg steypíi mér í hyldýpi hafsins
niður af skvkríngdum draungum, en boðarnir köstuðu inér
freyðandi uppá ströndina, og hinn eitraði broddur lífsins
særði aptur mitt kalda hjarta. — Eg fleygði mér niður í
hinn brennandi eldgýg Etnufjalls og æpti þar með jötnum
i níu lángvinua mánuði, saurgaudi munn íjallsins, sem rauk
af brennisteini með andvörpum minuin, en gýgurinn vall og
sauð og gaus mér upp í glóandi hraunflóði. þar lá eg i
eymyrjunni og engdist sundur og saman, en gat samt
ekki dáið. Eg kom þar að sem skógur stóð í björtu báli;
eg fleygði mér, einsog borinn af vængjum æðis og örvænt-
ingar útí hið snarkandi bál. Eldsiurnar runnu ofan á
mig niður úr trjánum; þær sviðu aðeins limu mína, en
gátu ekki eytt þeim.“