Ný sumargjöf - 01.01.1861, Síða 94
94
vist er f>að“, ansaði dómarinn.‘‘ „Og J>að hvar sem veraskal?“
spnrði bóndinn. „Já, hvar, sem vera skal“, segir dómarinn, ,,eg
gef þér fnllkomna hcimild lil f>css.“ f sama bili sér bóndi hvar
flnga sezt á vánga dómarans, gengnr hann þá að honum og rekur
honum rokna löðrúng. „4 !“ sagði hann, „eg f>ori að bölfa mér
uppá, að f>etta var ein afflugunum, sem átu fyrir mérhunángið.“
Bóndi hafði ekki gert annað en f>að, sem leyft var og varð dóm-
arinn f>vi að liafa f>etta einsog annað hundsbit.
IJngur málafærslumaður flutti mál á móti öðrum, sem eldri
var, og báru menn honum æsku hans á brýn. „Úngur er eg,“
svaraði hann, „f>að er aldrei nema satt, en eg hef lesið gamlar
b*kur.“
Maður drykkfeldur, sem ætlaði á grímudans, spurði einusinni
að f>ví, hvaða grímu hann ætti að velja sér, til f>ess að verða
sem torkennilegastur. „Farðu þángað ófullur!“ var.honum svar-
að, — „þá geturðu verið viss um, að enginn þekkir þig.“
Úngur maður gekk að eiga stúlku, sem gerði sig illa ræmda
með ósiðsamlegu háltalagi. ÞfSar maðurinn komst að því, gerði
liann allt sitt til að leiða hana á dygðarinnar veg, en er þaö varð
árángurslaust bar liann sig upp undan hcnni við tengdaföður sinn
og kvaðst mundu reka hana frá sér. j>á sagði tengdafaðirinn til
að hugga hann: „Son minn! þú vcrður að liafa þolinmæði, hún
móðir hennar var ekki hótinu betri og mér tókst aldrei að bæta
ráð hennar; en þegar hún náði sextugs aldri varð hún af sjálfu
sér skikkanleg kona. Eg er vongóður iini að dóttirin líkist móður
sinni í þessu og verði siðlátari, þegar hún er komin á þann
aldur. Trúðu mér, það lagast alltsaman, ef þú bara helir þolin-
mæði þángað til.
%