Ný sumargjöf - 01.01.1861, Side 116
116
Múnkurinn — enda múnkurinn gat ekki tekið svo hart á
sorginni einsog hér var ástatt, því það var lángt síðan að
systurnar höfðu fundizt og hrukkur höfðu lagzt á audlit
þeirra, sem aldurinn með engu móti gat verið valdur að.
Hann settist niður þegjandi og gaf þeim i skyn, að þær
ekki þyrftu að bregða tali sínu.
„Hérna eru þeir systur minar!“ sagði elzta systirin
hálfklökk. „Eg hef aldrei síðan getað fengið af mér að
skoða þá og nú fyrirverð eg mig fyrir geðleysi mitt. Er
nokkuð það í endurniinníngunni um hana, sem við þurfum
að óttast? það getur ennþá verið sorgblandin unun að
rifja upp samveru okkar á hinni liðnu æfl.“
í því hún mælti þetta, leit hún til múnksins, lauk síðan
upp skríni og lók upp úr því nafndúkana fimm, sem full-
gerðir voru fyrir laungu. Hún brá sér hvergi, en í því
hún tók hinn síðasta varð hún skjálfhent, og rannúlífyrir
hinum systrunum þegar þær sáu dúkinn, svo að hún gat
ekki lengur haldið tárunum. „Guð blessi hana!“ sagði
hún grátandi.
Múnkurinn stóð upp og færði sig nær þeim. „það
var síðasta umtalsefnið hennar að kalla mátti, meðan hún
var heil og á lífi“, sagði hann t hálfum hljóðum.
„|>að var það“, sagði elzta systirin og grét beisklega.
Múnkurinn vék sér þá að þeirri systurinni, sem var
önnur hin elzta, og mælti:
„Unglíngurinn fagri, sem horfði i augu þér og lifði i
hverju andartaki þínu, þegar hann í fyrsta sinni sá þig sitja
við hannyrðir þessar, liggur nú dysjaður á sléttri grund,
þar sem grasvegurinn er blóði drifiun. Ryðguð brot af ,
herklæðum, sem áður voru skínandi fáguð, molna þar í