Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 117
117
sundur á jörðiuni og þekkjast ekki aptur heldur en beinin,
sein fúna i gröfinni.“
Hún stundi þúngan og sló höndum.
„Hiröslægðin“ mælti hann eunfremur og vék sér að
báðuui liinuni systrunum, „tældi ykkur frá rósörnu heimili
til glæsilegra og liáværra hátlða í glaumi heimsins. það
er sama slægðin og metnaðargirni oflælisfullra og ofsafeng-
inna manna, sem valda því, að þið komið heim einsog
ekkju-júngfrúr og útsnöruð úrþvætti. Segi eg satt?“
Báðar systurnar svöruðu ekki nema með gráti og
ekka.
„þess genst lítil þörf“, sagði múnkurinn með þúngum
svip, „að eyða timanum til glyslegs hégóma glíngurs, sem
uppvekur vonir liðinna ára frádauðum. Grafið þær niður,
hyljið þær með iðrun og meinlætum, deyðið þær með öllu
og látið klaustrið verða legstað þeirra.“
Systurnar beiddu um þriggja daga frest til frekari
umhugsunar og næstu nótt þókti þeim einsog nunnuskvlan
væri það náklæði, sem bezt hæfði genginni gleði þeirra.
En dagurinn Ijómaði á ný og þó að greinarnar á trjánum
í aldingarði þeirra væru flæklar saman og slútlu til jarðar,
þá var það engu að siöur sami garðurinn og fyrrum. —
Grasið var vaxið úr sér og ófélegt, en bletturinu var þar
enn, sem þær einatt höfðu setið á hver meðannari, þegar
þær ekki þektu umbreytingar og áhyggjur nema að nafni.
Enn sem fyrri voru þar gángstigirnir og afkimarnir, sem
höfðu lifnað og fegrast af Alice, en á miðju dómkyrkju
gólfinu lá flatur legsteinn og undir honum svaf hún í
friði.
Og þegar þær minntust þess, hversu hjartað hennar