Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 3
3
fyrir honum með áhrifamiklum orðum eymd og volæði
kristinna manna í austurheimi, og sagði, að svo búið
mætti eigi standa. Síðan hjelt hann norður yfir Mundía-
fjöll til Frakklands; hvervetna á leiðinni hvatti hann
menn með fylgi og fjöri til þess að bæta úr bágindum
pílagríma og losa landið helga úr höndum Tyrkja; menn
tóku vel undir það, og hvervetna gjörðu menn góðan
róm að máli Pjeturs.
Árið 1095 stefndi Úrban páfi til kirkjufundar í
því skyni að skora á menn að fara leiðangur til lands-
ins helga og frelsa það. Fundurinn var svo fjölsóttur,
að ekkert hús gat rúmað þíngheiminn, og var hann því
haldinn á víðum velli undir beru lopti. Úrban páfi
var forseti og hjelt langa og snjalla ræðu; hann lýsti
með fögrum orðum ástandinu í landinu helga, og lauk
rnáli sínu á þessa leið: „Kenning djöfulsins er opin-
berlega boðuð í musterinu, sem Jesús rak út úr þá,
sem seldu og keyptu, svo þeir eigi saurguðu hið heilaga.
Hinir sanntrúuðu verða fyrir ofsóknum, prestar eru
drepnir, meyjum er misþirmt. Vjer verðum að bæta,
úr böli bræðra vorra; vjer verðum að leggja líf vort
í sölurnar fyrir þá. Enginn óttist hættur, því sá, sem
berst fyrir drottinn, mun troða fjandmenn sína undir
fótum sjer. Enginn óttist eymd eða örbyrgð, því sá,
sem á guð að, er auðugur."
Óðar enn páfinn hafði lokið máli sínu, æpti alluv
þingheimurinn í einu hljóði: „guð vill það!“ Allir
þeir, er mest kvað að, bæði leikir og lærðir, lofuðu páf_
anum með handabandi að taka þátt í þessuin helga
leiðangri; festu þeir rauðan kross á herðar sjer sem
l*