Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 30
30
Hann bað erkibiskupinn, sem nú var orðinn, að veita
Benjamín syni sínum biskups embættið fyrst svo vel
bæri undir, en erkibiskupinn hafði gildustu ástæður til,
að synja honuin þess, er hann beiddist.
„Jeg fæ eigi lýst með orðum,“ mælti erkibiskup-
inn, „hversu sárt mjer þykir og hversu jeg fyrirverð
inig fyrir, að verða að svnja yður um annaðeins lítilræði.
En hvað á jeg að gjöra ? Don Ferdinand de Lava, jarl
í Kastilíu hefur beóið um þetta embætti handa einum
af ættingjum sínum. jþessi tigni höfðingi hefur veitt
injer svo margar og miklar velgjörðir, að það er skylda
mín, að láta þennan gamla velgjörðamann minn sitja í
fyrirrúmi. Yður sjálfum, Don Torribíó, getur víst ekki
heldur annað en líkað þessi breytni mín, því þjer getið
ráðið af því, hvers þjer getið vænt af þakklátsemi
minni, undireins og jeg fæ tækifæri til, að sýna yður
hana í verkinu, og þess verður víst ekki lengi að bíða.“
Don Torribíó ljet sein hann efaðist eigi uin það, og
svaraði erkibiskupnum með mestu hógværð og kurteisi.
Síðan bjóst hann til ferðar, og fór með Iærisveini sínum
til Compostella, en þar áttu þeir skamma dvöl. Eptir
fáar vikur kom klerkur einn frá liirð páfans, og færði
erkibiskupnum í Compostella kardínálshattinu, og vin-
samlegt brjef frá páfanum. Páfinn bað kardínálann að
koma til Róin, því hann kvaðst þurfa að hafa hann,
sem væri svo reyndur og ráðinn, sjer til ráðaneytis í
mjög svo áríðandi málefnum. Páfinn gaf honuin leyíi
til, að veita erkibiskupsembættið í Compostella hverjum
sem hann vildi.
Don Torribíó var eigi heima, er sendimaður koin