Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 14
14
ljónshjarta; mæðurnar hræddu börn sín ineð þessum
orðum: „Hann Ríkarður kemur,“ og riddararnir sögðu
við hesta sína, er þeir fældust: „Sjerðu Ríkarð?“
Skömmu síðar andaðist Saladdín; hófust þá ríkis-
deilur meðal sona hans, og þótti kristnum mönnum gott
færi gefast til að vinna landið helga. Nú var enn að nýju
boðuð krossferð, og voru flestir, er tóku þátt í förinni.
franskir riddarar. J>eir hjeldu til Feneyja og beiddusts
flutnings, og varð sú niðurstaðan, að Feneyingar slóg-
ust sjálfur í förina, og rjeði höfðingi (doge) þeirra.
Dandoló, að mestu leyti ferðinni. |>að fyrsta, er gjörðist
sögulegt á ferðinni var það, að þeir tóku herskildi
bæinn Zara í Dalmatíu, er fallið hafði frá Feneyingum.
{>ar kom til þeirra konungsson frá Miklagarði, og samdi
við krossfarendurna um að koma föður sínum, sem
bolaður hafði verið frá ríki, aptur til valda, og hjet
þeim í mót öllu fögru. Krossfarendurnir tókust það á
hendur. J>egar þeir komu til Miklagarðs, komu þeir
föður Alexíuss aptur til ríkis, en Alexíus gat eigi efnt
það, er hann hafði heitið krossfarendum. Síðar varð
upphlaup í borginni og tóku krossfarendurnir hana þá
herskildi og stofnuðu þar keisaradæmi, er kallað var
hið latínska; það stóð frá 1204—1261.
Fimmtu krossferðina fór Friðrekur annar, keisari
í J>ýzkalandi og konungur í Napoli og á Sikiley, og
var það síðasta ferðin, sem farin var alla leið til iands-
ins helga. Um þær mundir áttu ýmsir höfðingjar í
austurheimi í ófriði; það notaði Friðrekur sjer og fjekk
samið svo um við soldáninn í Egyptalandi, að kristnir