Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 68
68
gera sjer neitt far um að sameina hana við frið þjóð-
anna. |>á var riddaraöldin í blóma. og af því hún
var bygð á trúnni, þá voru krossferðirnar ágætt tæki-
færi fyrir riddarana til að sýna sig. j>að gagn, sem
norðurálfan hafði af þessum ferðum, kom af hendingu,
án þess ætlazt væri til þess, og án þess menn leituðu
þess. — Feiknalegir sveimar æddu austur í Palestínu,
og varla þriðjungur manna kom aptur; og það var ekki
nóg, að löndin misstu vinnufæra menn og allt var
vanrækt heima; heldur kynntu hinir kristnu kross-
ferðamenn sig heiðingjum miklu verr, en þeir sjálfir
voru: rán, þjófnaður, morð og dráp, hórdómur og
lauslæti, meinsæri, drykkjuskapur og allir lestir komu
til austurlanda með þeim, sem voru komnir frá að-
setursstað menntunarinnar (þetta segir Jacob Bongarsius,
kristinn maður, í „Gestis Dei per Francos“, Tom. I. p.
1096). j>egar átti að hegna, þá köstuðu þeir trúnni
og urðu Mahómets játendur, eða flýðu eitthvað á burtu.
Krossferðirnar byrjuðu 1096 undir herstjórn potfreds
af Bouillon , og þær hjeldu áfram með stjórn beztu
inanna sem þá voru uppi: Konráð keisari III., Löðver
VII. Frakkakonungur, Friðrik Barbarossa, Ríkarður ljóns-
hjarta, Philipp Agúst Frakkakonungur, Andreas II. af
Ungarn, Friðrik keisari II.: allir þessir fórnuðu sjálfum
sjer, og sumir lögðu líf og frelsi í sölurnar, og gættu
þess ekki, að velgengni þjóða þeirra og þegna var allt
undir öðru komið; jafnvel börn fóru þúsundum saman
í krossferð, 1212; en sú krossferð endaði svo, að sum
drukknuðu á Miðjarðarhafinu; sum voru svikin og seld
mansali til Alexandríu; 20,000 börn, einungis frá